Graskerssúpa

Graskerssúpa bergþór bjarnason
Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu” segir Eyjapilturinn Bergþór

Graskerssúpa

800 g. grasker

1 lítill laukur fínt saxaður

50 g. parmesanostur

1 líter vatn

2 grænmetissúputeningar

salt og pipar

múskat

engiferduft

olífuolía eða isco 4

rifinn parmesanostur

Graskerið er skorið í smáa bita sem og laukurinn. Gott að láta laukinn aðeins mýkjast í olíunni á pönnu áður en graskerinu eða ,,courge“ eftir því hvað er í boði er bætt við og látið krauma við meðalhita í tíu mínútur eða þar til graskerið er farið að maukast. Bætið við einum lítra af vatni og tveimur súputeningum. Ég nota grænmetisteninga sem hægt er að kaupa hér í öllum matvörubúðum. Parmesan osturinn brytjaður út í. Ég sleppti því svo að Ann-Cha gæti borðar súpuna en bætti það upp með rifna ostinum í lokin. Látið krauma í 10-15 mínútur. Sett í blandara eða aðra matvinnsluvél og mixað. Þar sem ég nota annað hvort lífrænt grænmeti eða án alltra eiturefna læt ég hýðið vera á graskerinu en mixa þeim mun betur. Það má auðvitað taka af og setja í lífrænu tunnuna úti í garði. Salt og pipar, múskat og engifer bætt út í eftir smekk. Múskatið er sérstaklega gott í þessa blöndu. Auðvitað má setja smá rjóma út í fyrir þá sem vilja að súpan verði áferðarfínni og mýkri í munni.

FLEIRI SÚPUR

Gestir Bergþórs og Oliviers: Hélène Tauson Gabin, Ann-Cha Delleskoog og Valerie Hauzard la Couture.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað. Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað" segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.