Auglýsing
Hvernig á að afhýða möndlur? afhýddar möndlur möndlur með hýði
Afhýddar möndlur

Hvernig á að afhýða möndlur?

Ef gleymist að kaupa afhýddar möndlur eru hér tvær aðferðir til að afhýða þær:

A. Hellið sjóðandi heitu vatni yfir möndlurnar, látið standa í hálfa aðra mínútu. Hellið á sigti og kælið með því að láta kalt vatn renna á. Eftir það er auðvelt að taka hýðið af.

B. Látið möndlurnar liggja í köldu vatni í amk eina klukkustund. Eftir það er auðvelt að taka hýðið af.

— MÖNDLUGRAUTURMÖNDLUR

— HVERNIG Á AÐ AFHÝÐA MÖNDLUR —

Auglýsing