Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur - smákökudeig í lengjum jólagöndull bergþór göndull grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum skírt smjör hvernig á að skíra smjör
Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Það getur verið þægilegt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudeig í ísskápnum. Með stuttum fyrirvara er hægt að skera þær niður, setja á plötu og baka.  Smjörkökur eru stökkar, einfaldar og bragðgóðar. Bessastaðakökurnar góðu eru byggðar á sömu grunnuppskrift, að vísu er notað í þær „skírt smjör“, flórsykur (sem gerir þær mýkri) og upphaflega uppskriftin mun vera eggjalaus.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

.

Það sem við köllum jólasmákökugöndla og styttum stundum í jólagöndla. Þrjár lengjurnar frá vinstri eru smjördegislengur, síðan pipartökulengja og loks haframjölsdeig.

Grunnuppskriftin er hér að neðan og þar fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir hvað hægt er að hafa ofan á:

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

250 g smjör (þær verða betri og renna síður út ef smjörið er skírt(sjá neðst))

250 g sykur

250 g hveiti

1/2 tsk salt

1 egg.

Hnoðið saman, útbúið lengjur, vefjið í filmu og geymið í ísskáp.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

.

Fremst er bláberjasulta og hvítt súkkulaði, vinstra megin við hana er marsipan, þar fyrir ofan möndlur og grófur sykur, aftur bláberjasulta og t.h. apríkósusulta og hvítt súkkulaði.

Skerið lengjurnar í sneiðar, leggið á bökunarpappír. Þrýstið holu í kökurnar með fingurbjörg og setjið þar í fyllingu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

-Hvítt eða dökkt súkkulaði (ykkar uppáhaldssúkkulaðið)

-Apríkósusulta (og súkkulaði)

-Bláberjasulta (og súkkulaði)

-Heilar möndlur

-Saxaðar möndlur og grófur sykur (Bessastaðakökur)

-Grófur sykur

-Pekanhnetur, saxaðar

-Marsipan

Bakið við 180°C í 10 mín.

Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.

*Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRSKÍRT SMJÖR

— SMJÖRKÖKUR, GRUNNUPPSKRIFT AÐ MÖRGUM GÓÐUM SMÁKÖKUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave