Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum
Það getur verið þægilegt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudeig í ísskápnum. Með stuttum fyrirvara er hægt að skera þær niður, setja á plötu og baka. Smjörkökur eru stökkar, einfaldar og bragðgóðar. Bessastaðakökurnar góðu eru byggðar á sömu grunnuppskrift, að vísu er notað í þær „skírt smjör“, flórsykur (sem gerir þær mýkri) og upphaflega uppskriftin mun vera eggjalaus.
— BAKSTUR — SMÁKÖKUR — JÓLAUPPSKRIFTIR — SKÍRT SMJÖR —
.
Grunnuppskriftin er hér að neðan og þar fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir hvað hægt er að hafa ofan á:
Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum
250 g smjör (þær verða betri og renna síður út ef smjörið er skírt(sjá neðst))
250 g sykur
250 g hveiti
1/2 tsk salt
1 egg.
Hnoðið saman, útbúið lengjur, vefjið í filmu og geymið í ísskáp.
— BAKSTUR — SMÁKÖKUR — JÓLAUPPSKRIFTIR — SKÍRT SMJÖR —
.
Skerið lengjurnar í sneiðar, leggið á bökunarpappír. Þrýstið holu í kökurnar með fingurbjörg og setjið þar í fyllingu. Hér eru nokkrar hugmyndir:
-Hvítt eða dökkt súkkulaði (ykkar uppáhaldssúkkulaðið)
-Apríkósusulta (og súkkulaði)
-Bláberjasulta (og súkkulaði)
-Heilar möndlur
-Saxaðar möndlur og grófur sykur (Bessastaðakökur)
-Grófur sykur
-Pekanhnetur, saxaðar
-Marsipan
Bakið við 180°C í 10 mín.
*Skírt smjör. Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella í skál og láta storkna í ísskáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af og hent. Þar með er skírt smjör tilbúið.
–
— BAKSTUR — SMÁKÖKUR — JÓLAUPPSKRIFTIR — SKÍRT SMJÖR —
— SMJÖRKÖKUR, GRUNNUPPSKRIFT AÐ MÖRGUM GÓÐUM SMÁKÖKUM —
–