
Hálfmánar frá ömmu
Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina
— SMÁKÖKUR – JÓLIN – VINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR —
.
Hálfmánar frá ömmu
500 g hveiti
200 g smjörlíki
150 g mjólk
200 g sykur
1 stk. egg
½ tsk. hjartarsalt
1 tsk. ger
½ tsk. kanill
½ tsk. kardimommur
Öllu blandað saman og hnoðað deig.
Sveskjusulta: – 1 kg af sveskjum lagðar í bleyti yfir nótt, soðið, hakkaðar. Sami þungi af sykri saman við. Bætt í ca. 1 dl af vatni. Gæta þess að sultan verði ekki of seig. Jafnmikið af rabarbarasultu saman við eða aðeins minna.
Fletjið deigið út, búið til ca. 7 cm. hringi. Setjið sultu þannig að hægt sé að loka með gafli. Mótið hálfmána.
Bakið við yfir- og undirhiti 180 – 200 gr í 15 – 20 mín. Fylgjast vel með. Ekki hafa of neðarlega í ofninum. Eru tilbúnar þegar kantarnir fara að brúnast
Mínus blástur.


—
—