Hálfmánar frá ömmu

Höskuldur Þórhallsson SVESKJUSULTA sveskjumauk sveskjur sulturHálfmánar frá ömmu sulta jólasmákökur smákökur jólabakstur
Hálfmánar frá ömmu

Hálfmánar frá ömmu

Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina

SMÁKÖKURJÓLIN

.

Hálfmánar frá ömmu

500 g hveiti
200 g smjörlíki
150 g mjólk
200 g sykur
1 stk. egg
½ tsk. hjartarsalt
1 tsk. ger
½ tsk. kanill
½ tsk. kardimommur
Öllu blandað saman og hnoðað deig.

Sveskjusulta: – 1 kg af sveskjum lagðar í bleyti yfir nótt, soðið, hakkaðar. Sami þungi af sykri saman við. Bætt í ca. 1 dl af vatni. Gæta þess að sultan verði ekki of seig. Jafnmikið af rabarbarasultu saman við eða aðeins minna.

Fletjið deigið út, búið til ca. 7 cm. hringi. Setjið sultu þannig að hægt sé að loka með gafli. Mótið hálfmána.

Bakið við yfir- og undirhiti 180 – 200 gr í 15 – 20 mín. Fylgjast vel með. Ekki hafa of neðarlega í ofninum. Eru tilbúnar þegar kantarnir fara að brúnast
Mínus blástur.

Dómnefndin að störfum, f.v. Bergþór, Kristján Jóhannsson og Albert
Smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar

SMÁKÖKURJÓLIN

— HÁLFMÁNAR ÖMMU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.