Hálfmánar frá ömmu

0
Hálfmánar frá ömmu
Auglýsing
Höskuldur Þórhallsson SVESKJUSULTA sveskjumauk sveskjusulta sveskjur sultur hálfmánakökur jólasmákökur gamlar góðar smákökur bestu smákökurnar gamaldags smákökur þær allra bestu Hálfmánar frá ömmu sulta jólasmákökur smákökur jólabakstur
Hálfmánar frá ömmu

Hálfmánar frá ömmu

Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina

SMÁKÖKURJÓLINSVESKJUSULTAHJARTARSALT —  VINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR

Auglýsing

.

Hálfmánar frá ömmu

500 g hveiti
200 g smjörlíki
150 g mjólk
200 g sykur
1 stk. egg
½ tsk. hjartarsalt
1 tsk. ger
½ tsk. kanill
½ tsk. kardimommur
Öllu blandað saman og hnoðað deig.

Sveskjusulta: – 1 kg af sveskjum lagðar í bleyti yfir nótt, soðið, hakkaðar. Sami þungi af sykri saman við. Bætt í ca. 1 dl af vatni. Gæta þess að sultan verði ekki of seig. Jafnmikið af rabarbarasultu saman við eða aðeins minna.

Fletjið deigið út, búið til ca. 7 cm. hringi. Setjið sultu þannig að hægt sé að loka með gafli. Mótið hálfmána.

Bakið við yfir- og undirhiti 180 – 200 gr í 15 – 20 mín. Fylgjast vel með. Ekki hafa of neðarlega í ofninum. Eru tilbúnar þegar kantarnir fara að brúnast
Mínus blástur.

Dómnefndin að störfum, f.v. Bergþór, Kristján Jóhannsson og Albert
Smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar

SMÁKÖKURJÓLINSVESKJUSULTAVINSÆLUSTU JÓLASMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNARHJARTARSALT

.

Fyrri færslaPekanhnetudraumur Svanhvítar
Næsta færslaPekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur