Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær
Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo:
Frá póli að pól
um byggðir og ból
berist með þessu blaði
vonir um sól
og vanillujól
og sælkerasúkkulaði.
Njótið friðar og samveru um hátíðarnar, kæru vinir.
— JÓLIN — VANILLUEXTRAKT — JÓLAGLAÐNINGURINN — PÁLL BERGÞÓRSSON — “EIGA ALLT” —
.