Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

Bolludagsbollur - vatnsdeigsbollur Royal búðingur marsipan kókosbollur mangó bestu bollurnar
Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu. En fyrst er það grunnuppskriftin.

.

BOLLUDAGUR — BOLLUR – SPRENGIDAGUR

.

Vatnsdeigsbollur

80 g smjörlíki

2 dl vatn

100 g hveiti

⅓ tsk salt

2 egg

Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þangað til smjöriðlíkið er bráðnað. Takið af eldavélinni og bætið við hveiti og salti. Setjið fyrst annað eggið og hrærið saman og loks hitt. Mótið bollur með tveimur matskeiðum á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið við 180°C í um 20 mínútur eða þar til bollurnar eru orðnar gylltar á litinn. Það má alls ekki opna ofninn á meðan á bakstri stendur.

 

Royal-rjómabollur

1/2 l rjómi

3 msk Royal karamellubúðingur

Hrátt marsipan í þunnum sneiðum

bláberjasulta.

Skerið vatnsdeigsbollurnar í tvennt. Stífþeytið rjómann, bætið við karamellubúðingi. Skerið marsípanið í þunnar sneiðar og raðið 2-3 ofan á neðri hlutann. Setjið ca 2 tsk á hverja bollu, sprautið karamellurjómanum yfir.
Dýfið bollu”lokinu” í súkkulaði og lokið bollunni.

Kókosbollu- og mangóbollur

1/2 l rjómi

3 kókosbollur

1 b brómber, söxuð

Mangó í sneiðum

Skerið bollurnar í tvennt. Stífþeytið rjómann og bætið kókosobllunum saman við með sleikju (þær eiga að vara svolítið grófar) og brómberjunum.
Takið utan af mangói, skerið í þunnar sneiðar og raðið á neðri hlutann. Setjið kókosbollurjómann þar yfir.
Dýfið bollu”lokinu” í súkkulaði og lokið bollunni.

.

BOLLUDAGUR — BOLLUR – SPRENGIDAGUR

BOLLUDAGSBOLLUR, VATNSDEIGSBOLLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.