Brauðtertudrottningin Ásdís

Ásdís Hjálmtýsdóttir brauðtertur tertur brauðtertudrottning kaffimeðlæti
Ásdís Hjálmtýsdóttir

Brauðtertudrottningin Ásdís

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég er afar svagur fyrir brauðtertum. Kona er nefnd Ásdís Hjálmtýsdóttir. Nafn hennar hefur oft verið nefnt þegar talað er um (brauð)tertur, annað kaffimeðlæti já eða bara hvaða veitingar sem er. Um daginn hitt ég Ásdísi í búð og nefndi við hana hvort hún vildi hringja í mig næst þegar hún setti á brauðtertu. Það liðu ekki margir dagar þangað til Ásdís hringdi og ég fór og myndaði herlegheitin. Auk þess að útbúa brauðtertur var hún með perutertu, marengstertu með kókosbollurjóma á milli, heita rétti og rjómatertur með vanillubúðingi á milli. Þess má geta að Ásdís er með veitingaþjónustu auk þess að matbúa fyrir börn og starfsfólk á leikskóla. Til að panta hjá Ásdísi er best að hringja í hana í síma 690 0906

BRAUÐTERTURPERUTERTURKÓKOSBOLLURRJÓMATERTURBRAUÐRÉTTIR

.

     

Peruterta
Peruterta Ásdísar

.

BRAUÐTERTURPERUTERTURKÓKOSBOLLURRJÓMATERTURBRAUÐRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.