Auglýsing
Fjóla þorsteinsdóttir FJÓLA ÞORSTEINS Jóhanna Þorsteinsdóttir Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður Franskir sjómenn, skyr, skyreftirréttur frakkar frakkneskir FRANSKI SPÍTALINN fransmenn skyreftirréttur skyrdesert
Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónu- og skyreftirréttur

Fjóla Þorsteinsdóttir tók við keflinu og fræðir nú ferðamenn um sögu franskra sjómanna á safninu sem ég kom á fót fyrir tæpum tuttugu árum. Fyrst var það í Templaranum (Templarahúsinu) á Fáskrúðsfirði ásamt kaffihúsi. Safnið er nú í nýlega endurbyggða Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði sem auk safnsins hýsir hótel. Fjóla er dugnaðarforkur og auk þess að leiðsegja ferðamönnum sér hún um að halda Fáskrúðsfirðingum í góðu formi. Stendur fyrir vatnsleikfimi, eldriborgarahreyfingu, gönguferðum, fjallgöngum og þjálfun og einkaþjálfun í tækjasal.

Eftirrétturinn varði til í kolli Fjólu þegar hún gekk Búðaveginn að safninu til vinnu. Hún sá rabarbara við Templarannn og fjólur í vegkanti. „það eru engin hlutföll, bara slatti af þessu og svolítið af hinu”

— MAKKARÓNURSKYRFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FJÓLA ÞORSTEINS

.

Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónukökur
smátt saxaður rabarbari
chiafræ
bláberjaskyr
þeyttur rjómi
bláber og jarðarber

Myljið makkarónurnar og setjið á botn á glasi eða skál, stráið chiafræjum yfir og rabarbaranum þar yfir. Blandið saman bláberjaskyri, þeyttum rjóma, bláberjum og jarðarberjum og setjið yfir.

Makkarónu- og skyreftirréttur
Albert, Fjóla Þorsteinsdóttir og Jóhanna Þorsteinsdóttir
Fjóla og Albert fyrir framan Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem ný er glæsilegt hótel

 

Makkarónu- og skyreftirréttur

.

— MAKKARÓNURSKYRFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FJÓLA ÞORSTEINS

— MAKKARÓNU- OG SKYREFTIRRÉTTUR —

.

Auglýsing