Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað – líka Bergþór hanna rún

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðu flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.

Frá Bergþóri: „Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að sanna fyrir sjálfum mér og vonandi öðrum, að það er nauðsynlegt að hætta ekki að setja á sig pressu og gera eitthvað erfitt sem maður hefur ekki gert áður, í þessu tilfelli fyrir framan sjónvarpsvélar. Það skiptir máli að setjast ekki niður með hendur í skauti á hvaða aldri sem maður er!”

Ef við leggjum sál og líkama í eitthvert verkefni, getum við átt von á besta árangri sem hægt er að ætlast til. Þetta er nokkurn veginn svona: Eldmóður x hæfileikar = árangur. Hæfileikarnir eru eitthvað sem við getum ekki breytt, en eldmóðinn er hægt að margfalda.

– BERGÞÓR —

Hanna Rún útbjó þetta góðgæti og kom með:

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.