Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað – líka Bergþór hanna rún

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðu flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.

Frá Bergþóri: „Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að sanna fyrir sjálfum mér og vonandi öðrum, að það er nauðsynlegt að hætta ekki að setja á sig pressu og gera eitthvað erfitt sem maður hefur ekki gert áður, í þessu tilfelli fyrir framan sjónvarpsvélar. Það skiptir máli að setjast ekki niður með hendur í skauti á hvaða aldri sem maður er!”

Ef við leggjum sál og líkama í eitthvert verkefni, getum við átt von á besta árangri sem hægt er að ætlast til. Þetta er nokkurn veginn svona: Eldmóður x hæfileikar = árangur. Hæfileikarnir eru eitthvað sem við getum ekki breytt, en eldmóðinn er hægt að margfalda.

– BERGÞÓR —

Hanna Rún útbjó þetta góðgæti og kom með:

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.