Með ánægju tilkynnist það hér og nú að ég hef ákveðið að koma út úr Royalistaskápnum. Það einstaklega gaman að fylgjast með giftingu þeirra Harrýs og Meghan með góðu fólki sem allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á konungsfjölskyldum. Hópurinn fylgdist af miklum áhuga með giftingunni í Englandi í dag.
Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...
Lasagna Dóru Emils. Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í þættinum "Gættu að hvað þú gerir maður" En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.
Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.
Mígreni hætti með breyttu mataræði. Á síðu Heilsuhússins er pistill Hönnu Guðmundsdóttur, þar segir hún frá því hvernig hún losaði sig við mígreniköst með breyttu mataræði.