Vöfflur með ís og nutella

Vöfflur vaffla nutella ís sulta vöffluuppskrift
Vöfflur með ís og nutella

Vöfflur með ís og nutella

Á góðum degi er upplagt að fá sér vöfflur með ís og Nutella. Einhver sagði: „Nutella gerir allt betra”

FLEIRI VÖFFLUUPPSKRIFTIR

.

Vöfflur

150 g hveiti (3 dl) eða hveiti og heilhveiti

1 tsk lyftiduft

30 g sykur (2 msk)

1/4 tsk salt

2-3 dl mjólk (súr- og nýmjólk eða undanrenna)

2 egg

3 msk brætt smjörlíki eða matarolía

sítrónusafi, vanilludropar eða önnur bragðefni.

Hitið vöfflujárn

Bræðið smjörlíkið við mjög vægan hita eða í vatnsbaði

Sigtið hveiti og lyftiduft með salti og sykri ef vill

Hrærið 2 dl af mjólk saman við hveitið í kekkjalaust deig. Hrærið ekki of lengi, þá verður deigið seigt.

Bætið smjörlíki og eggjum saman við, einnig bragðefnum.

Látið deigið bíða um stund og bætið mjólk í ef vill. Deigið á að vera fremur þykkt (um það bil helmingi þykkara en pönnukökudeig). Breiðið úr vöfflunum þegar þær eru bakaðar og raðið þeim síðan í stafla.

Berið vöfflur fram nýbakaðar.

FLEIRI VÖFFLUUPPSKRIFTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans

Kjúklingur

STEIKTUR KJÚKLINGUR eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur...

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Fyrri færsla
Næsta færsla