Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.
Kryddbrauð mömmu
3 dl hveiti
3 dl haframjöl
2 dl sykur
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
2 tsk. matarsódi
3 dl mjólk
1 stórt egg
Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form.
Bakið við 200°C fyrstu 15 mín. og svo lækka í 175°C og bakið í 25 mín.
Gott að bera fram með smjöri og osti.