Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri - þjóðlegasta kaffihús Íslands Hans Wiium sýslumaður Hrútaberjaskyrterta hrútaber skyrterta skyrkaka Heimalagaður bláberjaís Elísabet Þorsteinsdóttir gunnar gunnarsson skáld skriðuklaustur klausturskaffi skúli björn gunnarsson
Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi

Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sér fullkomlega.

Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis. Auk hlaðborðsins er fjölbreyttur matseðill. Þar má meðal annars finna hreindýraböku, lambalundir og rauðrófubuff.

SKRIÐUKLAUSTURKAFFI- OG VEITINGAHÚSEGILSSTAÐIR

.

Krækiberjadrykkur úr austfirskurm berjum
Krækiberjadrykkur úr austfirskurm berjum
Lerkisveppasúpa og hvannnasúpa
Lerkisveppasúpa og hvannnasúpa
Ostabaka með brúnuðum lauk neðst með bökunni var rifsberjahlaup sem hressti verulega upp á annars stórfína böku.
Ostabaka með brúnuðum lauk neðst með bökunni var rifsberjahlaup sem hressti verulega upp á annars stórfína böku.
Á kaffilhlaðborðinu eru heimabakaðar kökur og krúðerí, brauðréttir, salöt og brauð ásamt hrökkva frá Móður jörð í Vallanesi. Heitt súkkkulaði, kaffi eða te er innifalið. Af kaffimeðlæti má nefna hrútaberjaskyrtertu, rabarbaraböku, krækiberjabrúnku, döðlubombu.
Heimalagaður bláberjaís

Heimalagaður bláberjaís

4 eggjarauður, þeyttar í froðu.

1 msk karamella

80 g mulinn marengs

1-2 msk bláberjasulta eða önnur berjasulta – hrært saman við eggjafroðuna.

1/2 l rjómi, þeyttur

Blandið öllu saman og frystið í a.m.k. 4 klst.
Gott er að hella birkisýrópi, eða karamellusósu yfir ísinn þegar hann er borinn fram!

Útsýnið frá Skriðuklaustri er einstakt

Auk hlaðborðsins er matseðill. Meðal drykkja á á honum eru: krækiberjadrykkur, hrútaberjamjöður, bláberjasnafs. Matseðilinn er fullur af ýmsum áhugaverðum upplýsingum, meðal annars má þar lesa fróðleik um hvaðan fiskurinn kemur, um hrútaber, hvönn, lerkisveppi og um hreindýr en einn af forvígismönnum innflutnings hreindýra á Íslandi var sýslumaðurinn Hans Wiium sem bjó a Skriðuklaustri.  Því er vel við hæfi að bjóða hreindýrafurðir á Klausturkaffi.

Elísabet og Albert

 

Elísabet útskýrir fyrir gestum hvað er á hlaðborðinu

 

Hrútaberjaskyrterta

SKRIÐUKLAUSTURKAFFI- OG VEITINGAHÚSEGILSSTAÐIR

— KLAUSTURKAFFI Á SKRIÐUKLAUSTRI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.