Auglýsing
Klausturkaffi á Skriðuklaustri - þjóðlegasta kaffihús Íslands Hans Wiium sýslumaður Hrútaberjaskyrterta hrútaber skyrterta skyrkaka Heimalagaður bláberjaís Elísabet Þorsteinsdóttir gunnar gunnarsson skáld skriðuklaustur klausturskaffi skúli björn gunnarsson
Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi

Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sér fullkomlega.

Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis. Auk hlaðborðsins er fjölbreyttur matseðill. Þar má meðal annars finna hreindýraböku, lambalundir og rauðrófubuff.

Auglýsing

SKRIÐUKLAUSTURKAFFI- OG VEITINGAHÚSEGILSSTAÐIR

.

Krækiberjadrykkur úr austfirskurm berjum
Krækiberjadrykkur úr austfirskurm berjum
Lerkisveppasúpa og hvannnasúpa
Lerkisveppasúpa og hvannnasúpa
Ostabaka með brúnuðum lauk neðst með bökunni var rifsberjahlaup sem hressti verulega upp á annars stórfína böku.
Ostabaka með brúnuðum lauk neðst með bökunni var rifsberjahlaup sem hressti verulega upp á annars stórfína böku.
Á kaffilhlaðborðinu eru heimabakaðar kökur og krúðerí, brauðréttir, salöt og brauð ásamt hrökkva frá Móður jörð í Vallanesi. Heitt súkkkulaði, kaffi eða te er innifalið. Af kaffimeðlæti má nefna hrútaberjaskyrtertu, rabarbaraböku, krækiberjabrúnku, döðlubombu.
Heimalagaður bláberjaís

Heimalagaður bláberjaís

4 eggjarauður, þeyttar í froðu.

1 msk karamella

80 g mulinn marengs

1-2 msk bláberjasulta eða önnur berjasulta – hrært saman við eggjafroðuna.

1/2 l rjómi, þeyttur

Blandið öllu saman og frystið í a.m.k. 4 klst.
Gott er að hella birkisýrópi, eða karamellusósu yfir ísinn þegar hann er borinn fram!

Útsýnið frá Skriðuklaustri er einstakt

Auk hlaðborðsins er matseðill. Meðal drykkja á á honum eru: krækiberjadrykkur, hrútaberjamjöður, bláberjasnafs. Matseðilinn er fullur af ýmsum áhugaverðum upplýsingum, meðal annars má þar lesa fróðleik um hvaðan fiskurinn kemur, um hrútaber, hvönn, lerkisveppi og um hreindýr en einn af forvígismönnum innflutnings hreindýra á Íslandi var sýslumaðurinn Hans Wiium sem bjó a Skriðuklaustri.  Því er vel við hæfi að bjóða hreindýrafurðir á Klausturkaffi.

Elísabet og Albert

 

Elísabet útskýrir fyrir gestum hvað er á hlaðborðinu

 

Hrútaberjaskyrterta

SKRIÐUKLAUSTURKAFFI- OG VEITINGAHÚSEGILSSTAÐIR

— KLAUSTURKAFFI Á SKRIÐUKLAUSTRI —

.