Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi djúpivogur geitur lindarbrekka geit ester sigurðardóttir kaffihús berufjörður hamarsfjörður
Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi

Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Súpur dagsins eru í hitapottum og fær hver sér eins og hann getur í sig látið. Bæði blómkálssúpan og gúllassúpan voru bragðmiklar og saðsamar. Með kaffinu fengum við okkur perutertu, marengstertu og tertu með karamellukremi.

DJÚPIVOGUR

.

Í öðrum enda Löngubúðar er kaffihúsið og í hinum endanum er safn um Ríkharð Jónsson myndhöggvara (sem fæddist á Fáskrúðsfirði en ólst upp í Hamarsfirði) mjög áhugavert er að skoða.

Ester Sigurðardóttir sér um reksturinn á Löngubúð

Á leið okkar til Djúpavog mættum við hópi af geitum við bæinn Lindarbrekku

DJÚPIVOGUR

— LANGABÚÐ Á DJÚPAVOGI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.