Langabúð á Djúpavogi
Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.
Súpur dagsins eru í hitapottum og fær hver sér eins og hann getur í sig látið. Bæði blómkálssúpan og gúllassúpan voru bragðmiklar og saðsamar. Með kaffinu fengum við okkur perutertu, marengstertu og tertu með karamellukremi.
— DJÚPIVOGUR —
.
Í öðrum enda Löngubúðar er kaffihúsið og í hinum endanum er safn um Ríkharð Jónsson myndhöggvara (sem fæddist á Fáskrúðsfirði en ólst upp í Hamarsfirði) mjög áhugavert er að skoða.
Ester Sigurðardóttir sér um reksturinn á Löngubúð
— DJÚPIVOGUR —
—