Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo
Góð salöt eru fín hversdags, í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.

SALÖTCHORIZO

.

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

2 dl söxuð Chorizo* pylsa (eða önnur svipuð

2 dl mæjónes

2 harðsoðin egg

1 dl döðlur saxaðar gróft

1 dl ólífur saxaðar gróft

1 dl blaðlaukur, saxaður

Blandið öllu saman og látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt í ísskáp.

Chorizo* er spænsk pylsa gerð úr svínakjöti, hvítlauk, chili og papriku. Það er líka til mexíkósk útgáfa af Chorizo en sú er mun sterkari.

SALÖTCHORIZO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanilkjúklingur – bragðmikill kjúklingaréttur frá Norður-Afríku

Kanelkjúklingur

Kanilkjúklingur. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er frá Norður-Afríku. Það mætti halda við fyrstu sýn að rétturinn sé sterkur er hann það alls ekki. Epli og tómatar eru gott mótvægi við kryddið.

Stöðfirskt gelgjufóður

Stöðfirskt gelgjufóður. Af misjöfnu þrífast börnin best. Þegar ég var barn borðaði ég allskonar fóður, sem mig langar ekkert að smakka í dag. Hjá Ástu Snædísi í Brekkunni á Stöðvarfirði er afar vinsælt hjá unglingum staðarins það sem kallað er gelgjufóður.