Dýrmætar samverustundir

Dýrmætar samverustundir samvera reka inn nefið heimilismatur messukaffi borðað saman matarboð kaffimeðlæti
Skúffukaka með góðu kremi heillar alla (uppskrift er neðst í færslunni)

Dýrmætar samverustundir

Í allri snjalltækni nútímans eru samverustundir dýrmætar, ekki síður en messukaffið í gamla daga. Margir einangrast í stafrænum heimi, líkt og gerðist á öldum áður, þegar allt snerist um sjálfsþurftarbúskap og fjölmiðlar og netsamskipti voru með öllu óþekkt.
Dregið hefur úr því að fólk „reki inn nefið” og þiggi veitingar, enda eiga fáir nokkrar tegundir af kaffimeðlæti í búrinu, eins og formæður okkar. Nú tilkynna flestir komu sína með einhverjum fyrirvara, sem er í sjálfu sér ágæt þróun. Þá gefst tækifæri til að undirbúa komuna, leggja á borð og útbúa eitthvað á borðið.

.

KAFFISOPISAMVERUSTUNDIRSKÚFFUKÖKUR RANDALÍN —

.

Randalín er þjóðlegt kaffimeðlæti

Annars er gott að minna sig reglulega á að það þarf ekkert sérstakt tilefni til að bjóða fólki heim. Við getum m.a.s. boðið fólki að borða með okkur með stuttum fyrirvara án þess að því fylgi mikið umstang, nema að elda aðeins meira en ella. Heimilismatur er alltaf vel þeginn.
Notaleg samvera með léttum og skemmtilegum umræðum getur aðeins gert okkur gott, við sleppum auðvitað baktali eða því neikvæða og höldum sjúkrasögum í algjöru lágmarki. Það er í alla staði gefandi að hitta gott fólk og spjalla um daginn og veginn á uppbyggilegum nótum.

SKÚFFUKAKAN GÓÐA

.

Kaffisopinn indæll er

.

— DÝRMÆTAR SAMVERUSTUNDIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.