Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir ferðalag útlönd þorgrímsstaðir ferðalög
Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir. Það getur vafist fyrir fólki að ferðast án ferðafélaga. Það er í raun heilmikil áskorun í því. Hættið að hugsa um þetta og drífið ykkur af stað. 

1. Ekki bíða eftir óskaferðafélaganum. Sá sem er sjálfum sér nógur þarf ekki að vera einmana. Ef óskaferðafélaginn er ekki reiðubúinn þegar þig langar að fara í tiltekna ferð, er ekkert því til fyrirstöðu að halda einn á vit óvissunnar.

2. Kastaðu óttanum út í hafsauga. Það getur virst fráhrindandi tilhugsun að fara einn út að borða. Það gefur færi á öðruvísi sýn sem getur verið spennandi. Veldu sæti þar sem þú sérð yfir svo þú skynjir andrumgsloftið betur.

3. Uppgötvaðu sjálfa(n) þig. Venjulega erum við svo upptekin af því að aðlagast öðrum og smekk annarra að við áttum okkur ekki á hvað við raunverulega viljum. Ein(n) á ferð er athyglin á þér, þú ert sjálfs þín herra og getur uppgötvað ýmislegt um þinn eigin smekk óháð öðrum.

4. Jarðtengdu þig. Gerðu ferðaáætlun, en himinn og jörð farast ekki þótt eitthvað fari úrskeiðis. Ef þú týnist, ertu með Google Maps í símanum og ef veskið þitt hverfur, ferðu einfaldlega á þá staði þar sem þú varst eftir að það hvarf og ef það finnst ekki, hefurðu samband við rétta aðila. Það eflir mann að standa á eigin fótum og kalla ekki allt ömmu sína.

5. Búðu til lagalista í símanum. Gefðu lögum sem þú heyrir á staðnum gaum og safnaðu þeim á lagalista. Þegar þú spilar þau seinna, verður auðveldara að rifja upp og endurupplifa ferðalagið.

6. Líðandi stund er dýrmæt. Í nútímanium hættir okkur til að vera sítengd með nefið ofan í símanum eða taka myndir af öllu sem við sjáum til að setja samstundis á samfélagsmiðla. Hættu að vera háð(ur) því, slepptu símanum stundum og njóttu augnabliksins hér og nú. Það er auðveldara þegar maður er einn.

7. Þú ert skipstjórinn. Það er ekki við neinn annan að sakast þegar þú ferðast ein(n). Þú stjórnar ferðinni, hvaða staði þú heimsækir, áætlunum og ekki síst þinni eigin hamingju. Nýjar uppgötvanir færa þér gleði og þú ákvaðst það, enginn annar. Þannig eykst heilbrigð sjálfsmynd.

Þýtt og endursagt úr ferðabæklingi EasyJet

.

MATARBORGIRÍTALÍAFRAKKLAND

— SJÖ GULLNAR REGLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.