Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar
Þann 16. september árið 1936 fórst franska rannsóknarskipið Porquoi-Pas? við Straumfjörð á Mýrum. Fjörtíu manns voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, Eugène Gonidec að nafni.
Á Fáskrúðsfirði er styttan Í minningu skiptapa dr. Charcots eftir Einar Jónsson sem hann gerði skömmu eftir að Pourquoi-Pas? fórst. Styttan er táknræn og sýnir stóran verndarengil sem gnæfir yfir hópi smávaxinna manna. Þeir virðast stefna í átt til himins undir leiðsögn engilsins og rísa upp eins og stefni á skipi. Samskonar stytta er í Saint-Malo í Frakklandi.
— FRANSKIR SJÓMENN – FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRAKKLAND —
🇫🇷
Leiðangursstjórinn dr. Jean-Baptiste Charcot (f. 1867) var mikilsmetinn vísindamaður og heimskautafari. Rannsóknarskipið Pourquoi Pas? var smíðað í Frakklandi 1908, að mestu eftir fyrirsögn Charcot. Það var þrímastra barkskip með gufuvél, 825 tonn, og sérstyrkt til siglinga í hafís.
Heimahöfn Pourquoi Pas? var Saint-Malo á Bretagne í Frakklandi. Charcot og hans menn höfðu sumarið 1936 verið í norðurhöfum við rannsóknir. Þeir dvöldu nokkra daga í Reykjavík vegna viðgerða og voru á leið til Kaupmannahafnar er skipið fórst, í aftakaveðri, 16. september út af Straumfirði á Mýrum.
Fyrir nokkrum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðinn, ásamt fleirum, á heimili Charcot rétt fyrir utan París. Þar bjó Anne-Marie Vallin Charcot barnabarn hans sem fæddist nokkrum mánuðum fyrir skipsskaðann mikla. Allt innandyra er óbreytt frá því afi hennar bjó þar. Faðir Charcot var vel þekktur læknir og sálfræðingur á sinni tíð. Hún sagði okkur fjölmargar sögur sem tengdust fyrri tíð í húsinu, t.d. þegar Alexander mikli kom í heimsókn til fjölskyldunnar og hversu mikil leynd hvíldi yfir heimsókninni. Hann var borgaralega klæddur svo hann þekktist ekki.
Það er ævintýralegt að ganga um húsið og þó sérstaklega skrifstofu Charcot feðga, ógleymanlegt að sjá þar muni frá öllum heimshornum.
🇫🇷
Strand Pourquoi Pas? var mikil sorgarfrétt á Íslandi á sínum tíma og til marks um það má nefna að þegar minningarsamkoma um hina látnu var haldin var flestum verslunum í Reykjavík lokað, mun það vera einsdæmi hér á landi.*
Árið 1941 ritaði Halldór Laxness grein og birti í Tímariti Máls og menningar undir yfirskriftinni „Ísland og Frakkland”. Þar fjallar hann um Charcot og strandið, og þær hræðilegu þjáningar sem Gonidec, sá eini sem lifði af, mátti þola, fjallar hann um útfarirnar í Reykjavík, Saint-Malo og París og lýkur greininni með þessum orðum: „Hafi maður einu sinni skilið harm þjóðar er sem maður sé bundinn henni órjúfanlegum böndum alla stund upp frá því.”*
🇫🇷
Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot et la statue d’Einar Jónsson
Le 16 septembre 1936, le navire de recherche français Pourquoi-Pas? fit naufrage près de Straumfjörður sur Mýrar. Quarante personnes se trouvaient à bord, mais un seul survécut, nommé Eugène Gonidec.
À Fáskrúðsfjörður se dresse la statue À la mémoire du naufrage du Dr. Charcot, réalisée par Einar Jónsson peu de temps après le naufrage du Pourquoi-Pas?. Cette statue symbolique représente un grand ange protecteur dominant un groupe de petits hommes. Ils semblent se diriger vers le ciel sous la conduite de l’ange, s’élevant comme la proue d’un navire. Une statue similaire se trouve à Saint-Malo, en France.
.
— FRANSKIR SJÓMENN – FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRAKKLAND —
🇫🇷