Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar Einar Jónsson, St.Malo, Fáskrúðsfjörður, Pourquoi-Pas? - Jean-Baptiste Charcot, Templarinn, Franskir sjómenn, Fransmenn, Frakkar fransmenn Minnsimerkin um Pourquoi-Pas? eftir Einar Jónsson. Sú vinstri er á Fáskrúðsfirði en hin í St. Malo á Bretagne frekkneskir 1878 Anne-Marie Vallin Charcot bretaníuskaginn hvað er hægt að sjá á bretaníuskaganum
Minnsimerkin um Pourquoi-Pas? eftir Einar Jónsson. Sú vinstri er á Fáskrúðsfirði en hin í St. Malo á Bretagne. Les monuments commémoratifs du Pourquoi-Pas? d’Einar Jónsson. Celui de gauche est à Fáskrúðsfjörður, et l’autre à Saint-Malo, en Bretagne.

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar

Þann 16. september árið 1936 fórst franska rannsóknarskipið Porquoi-Pas? við Straumfjörð á Mýrum. Fjörtíu manns voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, Eugène Gonidec að nafni.
Á Fáskrúðsfirði er styttan Í minningu skiptapa dr. Charcots eftir Einar Jónsson sem hann gerði skömmu eftir að Pourquoi-Pas? fórst. Styttan er táknræn og sýnir stóran verndarengil sem gnæfir yfir hópi smávaxinna manna. Þeir virðast stefna í átt til himins undir leiðsögn engilsins og rísa upp eins og stefni á skipi. Samskonar stytta er í Saint-Malo í Frakklandi.

— FRANSKIR SJÓMENNFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRAKKLAND

🇫🇷

dr. Jean-Baptiste Charcot (f. 1867) Leiðangursstjórinn dr. Jean-Baptiste Charcot (f. 1867) var mikilsmetinn vísindamaður og heimskautafari. Rannsóknarskipið Pourquoi Pas? var smíðað í Frakklandi 1908, að mestu eftir fyrirsögn Charcot. Það var þrímastra barkskip með gufuvél, 825 tonn, og sérstyrkt til siglinga í hafís.
Frönsk frímerki til heiðurs Charcot. Timbres français en l’honneur de Charcot

Leiðangursstjórinn dr. Jean-Baptiste Charcot (f. 1867) var mikilsmetinn vísindamaður og heimskautafari. Rannsóknarskipið Pourquoi Pas? var smíðað í Frakklandi 1908, að mestu eftir fyrirsögn Charcot. Það var þrímastra barkskip með gufuvél, 825 tonn, og sérstyrkt til siglinga í hafís.

Áhöfn Pourquoi Pas? L’équipage du Pourquoi Pas?

Heimahöfn Pourquoi Pas? var Saint-Malo á Bretagne í Frakklandi. Charcot og hans menn höfðu sumarið 1936 verið í norðurhöfum við rannsóknir. Þeir dvöldu nokkra daga í Reykjavík vegna viðgerða og voru á leið til Kaupmannahafnar er skipið fórst, í aftakaveðri, 16. september út af Straumfirði á Mýrum.

Fyrir nokkrum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðinn, ásamt fleirum, á heimili Charcot rétt fyrir utan París. Þar bjó Anne-Marie Vallin Charcot barnabarn hans sem fæddist nokkrum mánuðum fyrir skipsskaðann mikla. Allt innandyra er óbreytt frá því afi hennar bjó þar. Faðir Charcot var vel þekktur læknir og sálfræðingur á sinni tíð. Hún sagði okkur fjölmargar sögur sem tengdust fyrri tíð í húsinu, t.d. þegar Alexander mikli kom í heimsókn til fjölskyldunnar og hversu mikil leynd hvíldi yfir heimsókninni. Hann var borgaralega klæddur svo hann þekktist ekki.
Það er ævintýralegt að ganga um húsið og þó sérstaklega skrifstofu Charcot feðga, ógleymanlegt að sjá þar muni frá öllum heimshornum.

🇫🇷

Strand Pourquoi Pas? var mikil sorgarfrétt á Íslandi á sínum tíma og til marks um það má nefna að þegar minningarsamkoma um hina látnu var haldin var flestum verslunum í Reykjavík lokað, mun það vera einsdæmi hér á landi.*

Árið 1941 ritaði Halldór Laxness grein og birti í Tímariti Máls og menningar undir yfirskriftinni „Ísland og Frakkland”. Þar fjallar hann um Charcot og strandið, og þær hræðilegu þjáningar sem Gonidec, sá eini sem lifði af, mátti þola, fjallar hann um útfarirnar í Reykjavík, Saint-Malo og París og lýkur greininni með þessum orðum: „Hafi maður einu sinni skilið harm þjóðar er sem maður sé bundinn henni órjúfanlegum böndum alla stund upp frá því.”*

🇫🇷

Minnismerki um strand Pourquoi Pas? Gonidec á Straumfirði á Mýrum Straumfjörður
Minnismerki um strand Pourquoi Pas? á Straumfirði á Mýrum

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot et la statue d’Einar Jónsson

Le 16 septembre 1936, le navire de recherche français Pourquoi-Pas? fit naufrage près de Straumfjörður sur Mýrar. Quarante personnes se trouvaient à bord, mais un seul survécut, nommé Eugène Gonidec.

À Fáskrúðsfjörður se dresse la statue À la mémoire du naufrage du Dr. Charcot, réalisée par Einar Jónsson peu de temps après le naufrage du Pourquoi-Pas?. Cette statue symbolique représente un grand ange protecteur dominant un groupe de petits hommes. Ils semblent se diriger vers le ciel sous la conduite de l’ange, s’élevant comme la proue d’un navire. Une statue similaire se trouve à Saint-Malo, en France.

Le chef d’expédition, le Dr Jean-Baptiste Charcot (né en 1867), était un scientifique et explorateur polaire très respecté. Le navire de recherche Pourquoi Pas? fut construit en France en 1908, principalement selon les spécifications de Charcot. C’était un trois-mâts barque avec une machine à vapeur, pesant 825 tonnes, spécialement renforcé pour naviguer dans les glaces de mer.

Le port d’attache du Pourquoi Pas? était Saint-Malo, en Bretagne, en France. Charcot et ses hommes avaient passé l’été 1936 dans les mers du Nord pour des recherches. Ils avaient séjourné quelques jours à Reykjavík pour des réparations et se dirigeaient vers Copenhague lorsque le navire fit naufrage dans une violente tempête, le 16 septembre, au large de Straumfjörður, sur Mýrar.

Il y a quelques années, j’ai eu l’honneur d’être invité, avec d’autres, dans la maison de Charcot, juste à l’extérieur de Paris. Là vivait Anne-Marie Vallin Charcot, sa petite-fille, née quelques mois avant le grand naufrage. L’intérieur est resté inchangé depuis l’époque où son grand-père y vivait. Le père de Charcot était un médecin et psychologue bien connu de son temps. Elle nous a raconté de nombreuses histoires liées à l’histoire de la maison, par exemple lorsque Alexandre le Grand (de Belgique) rendit visite à la famille, et combien cette visite était entourée de secret. Il était habillé en civil pour ne pas être reconnu.

Se promener dans la maison est une aventure, surtout dans le bureau des Charcot père et fils. Voir ces objets venus des quatre coins du monde est inoubliable.

Le naufrage du Pourquoi Pas? fut une nouvelle tragique en Islande à l’époque, et pour illustrer cette tristesse, on peut noter que lors de la cérémonie commémorative pour les disparus, la plupart des magasins de Reykjavík fermèrent, un événement sans précédent dans le pays.

En 1941, Halldór Laxness écrivit un article publié dans la revue Tímarit Máls og menningar sous le titre L’Islande et la France. Il y parle de Charcot et du naufrage, ainsi que des terribles souffrances qu’endura Gonidec, le seul survivant. Il évoque également les funérailles à Reykjavík, Saint-Malo et Paris, et conclut son article par ces mots : « Lorsqu’on a compris une fois la douleur d’une nation, il semble qu’on soit lié à elle par des liens indissolubles pour toujours. »

.

— FRANSKIR SJÓMENNFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRAKKLAND

— POURQUOI PAS? —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.