Salat með sesamkjúklingi
Í Lissabon í vor kynntumst við fjölmörgu skemmtilegu fólki sem hélt saman alla dagana sem við vorum þar. Eftir heimkomuna hittist hópurinn og snæddi saman portúgalskan mat. Stefán og Elsa komu með þetta salat, það gerist nú varla sumarlegra en þetta, fallegt á litinn og gott á bragðið. Salatið er af hinni ágætu síðu Eldhússögur.
— SALÖT — KJÚKLINGUR — LISSABON —
.
Salat með sesamkjúklingi
1 kg. kjúklingabringur
salt & pipar
kjúklingakrydd
olía og/eða smjör til steikingar
1/2 dl maple síróp
1/3 dl sesamfræ
spínat
klettasalat
grænt salat
kokteiltómatar, skornir til helminga
avókadó, skorið í bita
mangó, skorið í bita
jarðarber, skorin í bita
nachos flögur, muldar gróft
beikon
fetaostur með olíu en olían síuð frá
Skerið kjúklingabringur í fremur litla bita og kryddið með salti, pipar og góðu kjúklingakryddi. Steikið þá á pönnu þar til þeir hafa náð góðum lit. Bætið sírópi og sesamfræjum við á pönnuna, hrærið vel saman við kjúklinginn, og látið krauma í dálitla stund (þar til enginn vökvi er eftir á pönnunni). Setjið kjúklinginn til hliðar þegar hann er tilbúinn og látið kólna.
Skerið beikon í litla bita og steikið á pönnu þar til bitarnir verða stökkir. Blandið öllum hráefnum saman og dreifið salatdressingunni yfir salatið.