Dýrindis döðluterta

Döðluterta Döðlukaka döðlur súkkulaði Valhnetur spelt Dýrindis döðluterta
Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta

Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

DÖÐLUTERTUR

.

Dýrindis döðluterta

1 bolli döðlur, skornar í bita

1 bolli valhnetur, skornar í bita

100 g dökkt súkkulaði 70%, smátt skorið

1/2 bolli hrásykur

3 msk spelthveiti

1 msk vanilludropar

3 msk vatn

2 stk egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

Öllu hráefninu er blandað vandlega saman og látið standa við stofuhita í ca. 15 mín til að láta það brjóta sig. Síðan bakað í lausbotna tertuformi með smjörpappír undir í 40 mín við 150°C.

Krem:
200 g súðusúkkulaði brætt og sett yfir kökuna.

DÖÐLUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)