Punjab lambaréttur með apríkósum

Punjab lambaréttur með apríkósum INDLAND indverskur matur lambakjöt lamb lárviðarlauf sterkur matur engifer
Punjab lambaréttur með apríkósum

Punjab lambaréttur með apríkósum. Hressandi sterkur indverskur lambaréttur. Eðlilega gerir allur þessi chili hann sæmilega sterkan en herðið upp hugann og brettið upp ermar – þið sjáið ekki eftir því. Svitinn gæti sprottið út en munið bara að indverskur matur er góður.

INDLANDLAMBAPRÍKÓSUR

Punjab lambaréttur með apríkósum

4 msk ólívuolía
1 stór saxaður rauðlaukur
2 rauð chili
3-5 hvítlauksgeirar
20-30 g ferskur engifer
2 lárviðarlauf
1 tsk kardimommur
1 tsk negull
2 ½ cm kanilstöng
500 g lambakjöt i litlum bitum
1 tsk túrmerik
1 msk kóríanderduft
2 tsk salt
2 msk sykur
½ l sjóðandi vatn
70 g þurrkaðar apríkósur
4 msk saxað kóríander
1 tsk garam masala

Maukið hvítlauk og engifermauki í mortéli eða blandara með 2 tsk vatni (einnig má nota tilbúið mauk, 1 msk af hvoru).

Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk og chili í 8-10 mínútur. Bætið hvítlauks/engifermaukinu við á pönnuna og steikið áfram í 5 mín. Kryddið með lárviðarlaufi, kardimommum, negul og kanilstöng og látið malla í 1 mín.

Setjið lambabitana á pönnuna með túrmerik, kóríander, salti og sykri ásamt 1 dl af sjóðandi vatni. Látið sjóða vel í 5-7 mín og hrærið á meðan. Blandið afganginum af vatninu saman við og látið malla í 1 ½ klst. Hrærið af og til með sleif.

Skerið apríkósurnar í fernt, hellið þeim út í réttinn í lokin og sjóðið þar til þær eru orðnar dálítið maukaðar. Hrærið fersku kóríander saman við ásamt garam masala.

Berið vel af hrísgrjónum með og naan eða roti-brauð.

.

PUNJAB LAMBARÉTTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Kínósaalat með kóríander og lime

Kínóasalat

Kínósaalat með kóríander og lime. Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.