Vinkvennakaffi Alberts

Rice Krispies terta með hindberjarjóma bergdís ýr guðmundsdóttir Gúrkusnitta með laxamús Vinkvennakaffi Alberts, kaffiboð, tertur, veisla, Árdís hulda eiríksdóttir vilborg eiríksdóttir , Kata Kolbeins, Guðný Steinunn, Carola, þórhildur Helga þorleifsdóttir, Vigdís vignisdóttir, Steinunn júlíusdóttir
Vinkvennakaffið

Vinkvennakaffi Alberts

Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.

VINKVENNAKAFFITEMPLARINNFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIBOÐBREIÐDALURFREYÐIVÍN

.

Vinkvennakaffi Alberts, Vilborg, Gúddý, Vildís, Bergdís, Gunn Stína, Elísabet reynis, Sirrý

Rice Krispies terta með hindberjarjóma
Rice Krispies terta með hindberjarjóma

Rice Krispies terta með hindberjarjóma. Kata vinkona mín kom með stórfína tertu marengstertu með hindberjarjóma – alveg meiriháttar terta eins og allt sem Kata gerir.

Rice Krispies terta með hindberjarjóma

4 eggjahvítur

200 g sykur

1 tsk lyftiduft

2 1/2 b Rice Krispies

Þeytið hvítur og sykur í 20 mín. Bætið við lyftidufti og Rice Krispies. Skipti í tvær kökur og bakið við 150°C í 45 mín.

1/2 l rjómi

1 askja hindber

brytjað súkkulaði

Stífþeytið rjómann, takið svolítið af honum frá til að setja ofan á. Bætið hindberjunum saman við. Setjið hindberjarjómann á milli botnanna. Dreyfið restinni af rjómanum yfir og stráið súkkulaði ofan á og nokkrum hindberjum.

Gúrkusnitta með laxamús
Gúrkusnitta með laxamús

Gúrkusnitta með laxamús

Árdís kom með undurgóðar snittur, einfaldar og góðar. „Einhver spurði um uppskrift af kreminu sem var ofan á gúrkusneiðunum. Það var Philadelfia rjómaostur með graslauk, reyktur lax, ferskt dill og smá rjómi sett í blender – sprautað á gúrkuna og laxabiti settur yfir.” Dömurnar létu ánægju sína í ljós á fasbókarsíðu hópsins:  „magnaður munnbiti” „Takk fyrir mjög gott”, „alveg geggjað” „þetta var þvíllíkt gott” og „mjög mjög gott”

Bökuð hindberjaostakaka Bergdís ýr
Bökuð hindberjaostakaka

Bökuð hindberjaostakaka. Bergdís bakaði hindberjaostaköku og kom með. Stórfín terta sem var borðuð upp til agna.

Bökuð hindberjaostakaka

12 stk Digestive súkkulaðikex

80 g smjör, bráðið

500 g rjómaostur (mjúkur, við stofuhita. Mér finnst best að nota MS eða Philadelphia)

2 msk hveiti

175 g sykur

vanilludropar

2 egg ásamt 1 eggjarauðu

140 ml sýrður rjómi

400 g hindber (ég afþýði frosin ber)

1 msk flórsykur

Aðferð

Hitið ofninn á 180°c
Myljið kexin í matvinnsluvél eða í plastpoka. Blandið því saman við bráðið smjörið. Látið í hringlaga form (ca. 20 cm í þvermál) og bakið í 5 mínútur. Kælið botninn í forminu.
Hrærið rjómaostinn saman við hveitið, sykurinn, nokkra dropa af vanilludropum, eggin,eggjarauðuna og sýrða rjómann þar til blandan er orðin létt, ljós og algjörlega kekkjalaus. Hrærið 250 g af hindberjum varlega saman við (má vera meira eða minna af berjum, allt eftir smekk)
Bakið í um 40-50 mínútur. Takið úr ofni og kælið kökuna í forminu.
Að lokum geri þið hindberjasósu með því að láta afganginn af hindberjunum í pott og blanda 1 msk af flórsykri saman við. Bætið við flórsykri ef þið viljið að sósan sé sætari. Hitið þar til þetta er orðið að mauki og merjið með gaffli. Sigtið blönduna og berið fram með kökunni.

Þegar skvísurnar komu var skálað í laxableiku Jacob´s freyðivíni og þegar leið á kaffiboðið bar dreypt á Bristol Cream sherrýi

Sítrónu- og mascarponebaka var líka í boði

Sítrónu- og mascarponebaka

Jarðarberjaterta Ólafs

Ef ykkur finnst lítið vera að gerast í lífi ykkar í öllum bænum gerið eitthvað í því. Brettið upp ermar – ekki bíða.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.