Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum borðsiðir kurteisi mannasiðir etiquette léttvín borðvín hvernig á að halda upp á vínglas rauðvínsglas hvítvínsglas
Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR.

Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni – hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

BORÐSIÐIRLÉTTVÍNSKÁLAÐMATARBOÐ

— VIÐ HÖLDUM UM STILKINN Á LÉTTVÍNSGLÖSUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Möndlupestó

Möndlupestó. Á dögunum hitti ég Önnu á kaffihúsi og eftir stutta stund vorum við farin að tala um mat. Anna var nýbúin að útbúa möndlupestó og var meira að segja með uppskriftina í kollinum.

Fjólubláar kartöflur

Fjólubláar kartöflur. Á síðustu árum 19. aldar rak skútu að landi, í ágætu veðri, við Krossgerði í Berufirði. Menn frá bænum réru skútunni frá landi á árabáti og fengu kartöflur að launum. Fylgdi kartöflunum þau orð að á meðan þeim væri viðhaldið yrði aldrei matarskortur.

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.