Auglýsing
Ilmvatn er dásamlegt í hófi en alls ekki í óhófi Ilmvatn, perfume lykt, sterk lykt, þefur, kurteisi, lyktarskyn, old spice, ilmur etiquette Frakkland Grikkland Egyptaland fnykur stenkvatn grikkja egypta
Ilmvatn er dásamlegt í hófi

Ilmvatn er dásamlegt í hófi en alls ekki í óhófi

Fátt jafnast á við góða ilmvatnslykt af snyrtilegu, velklæddu fólki. Ilmvatn á sér langa sögu. Elsta ilmvatnsglasið sem vitað er um er talið vera frá Egyptalandi árið 1000 fyrir krist. Egyptar voru ósparir á ilmvötn, sérstaklega við helgiathafnir. Frá Egyptalandi barst ilmvatnsnotkun til Grikklands. Grikkirnir lögðu mikið í ilmvatnsglösin og var algengt að þau væru líki dýra eða manna. Á tólftu öld lærðu Frakkar leyndardóma ilmvatnsgerðar og á 16. öld var Frakkland talið Mekka ilmvatnsframleiðslu.

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIFRAKKLANDGRIKKLANDEGYPTALANDILMVATN

.

Ilmvötn eru bæði herra- og dömuilmir. Hver á ekki minningu um gamla frænku sem spreyjaði sig hátt og lágt áður en hún fór á mannamót eða þá karlmennina sem notuðu aðeins of mikið af Old Spice.

Lyktarskynið

Lyktarskynið

Lyktarskynið er eitt okkar öflugasta skynfæri og það selur. Þetta vita verslunareigendur, oftar en ekki er gengið í gegnum snyrtivöruverslanir þegar komið er inn í verslunarmiðstöðvar. Þá er vel þekkt að nýbakað brauð er stundum það fyrsta sem tekur á móti okkur í matvöruverslunum. New-car-spray er hægt að fá sem á að auka sölu notaðra bíla og sagt er að það auki líkurnar á sölu ef fólk í fasteignahugleiðingum finnur bökunarilm þegar það skoðar fasteign.
Samkvæmt evrópskri rannsókn hrífast karlmenn að útliti kvenna en kvenfók notast mest við lyktarskinið (án þess að vita af því).

Lyktarviðkvæmni

Við nútímafólkið erum lyktarviðkvæmari en kynslóðin á undan okkur. Víða í kringum okkur er fólk sem sparar ekki við sig ilmvatnið. Oftast tökum við ekki eftir slíku, ekki fyrr en ilmurinn fer að pirra okkur.

Vandamálið er að fólk sem notar mikið af eða sterkt ilmvatn áttar sig sjaldnast á því að það getur valdið öðrum verulegu hugarangri. Ilmurinn fer misvel í fólk, og hreint og beint illa í suma. Þannig getur asmaveiku fólki liðið verulega illa í megnri ilmvatnslykt og sjálfur á ég bágt með mig í snyrtivörubúðum. Sterk lykt er af naglalakki og ættu neglur að lakkast heima við eða á snyrtistofum.

Nokkrir punktar:

-Sama hversu kurteist fólk er, það er ólíklegt að það segi okkur ef því líður illa í ilmvatnslyktinni af okkur.
-Notum mjög lítið af ilmvötnum fyrir flugferðir, tónleika og á aðra staði sem fólk er þétt saman
-Lyktarskyn okkar eru ólík, ilmur sem einum þykir góður og jafnvel kynæsandi getur haft þveröfug áhrif á aðra.
-Ilmvatn er ekki hugsað til að fela eða kæfa vondan fnyk
-Viðkvæmt fók getur fundið fyrir höfuðverk og nefrennsli, farið að hnerra.

-Verið vandlátar um val ilmvatna og notið þau í hófi, svo að þau auki yndisþokka yðar en dragi ekki úr honum. (Vikan 1941)
-Ef komið er inn í ilmvatnsbúðir í öðrum löndum, nægir að lýsa ytra útliti og skaplyndi konunnar, sem á að fá ilmvatnið og afgreiðslustúlkan dregur fram glas með ilmandi vökva, sem hún segir að dragi fram séreinkenni viðkomandi konu. (Vikan 1953)

-Angandi olíur og ilmefni tilheyrðu daglegri snyrtingu heldri kvenna þegar í fornöld. Og við hirð sólkonungsins Lúðvíks 14. var ekki hirt um að baða sig, heldur var gripið óspart til ilmolía og -vatna. Jafnvel sjálfur Jóhann Wolfgang von Goethe lét þau orð falla að „Fögur kona, sem ekki ilmar vel, er líkust jurt, án blóma” (Tíminn 1983).

.

Ilmvatnshjólið

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIFRAKKLANDGRIKKLANDEGYPTALANDILMVATN

— ILMVÖTN Í HÓFI —

Auglýsing