Skírt smjör – aðferðin er einföld og fljótleg

Skírt smjör - aðferðin er einföld og fljótleg smákökur jólasmáakökur jólabakstur jólin smjörkökur bessastaðakökur bernaise sósa bernaissósa hvað er skírt smjör hvernig á að skíra smjör golden ghee á íslensku skírt smjör á ensku
Skírt smjör – aðferðin er einföld og fljótleg

Skírt smjör

Skírt smör í uppskriftum, aðallega smákökuuppskriftum, er stundum nefnt að nota eigi skírt smjör. Skírt smjör er notað smjörkökur eins og Bessastaðakökur og Bernaisesósa verður þykkari ef notað er í hana skírt smjör. Skírt smjör hefur mun hærra brennslumark en venjulegt smjör og hentar betur til steikingar.

— JÓLINSMÁKÖKURBESSASTAÐAKÖKURBERNAISE

.

Aðferðin er frekar einföld: Smjör er skírt með því að bræða það i potti. Hella því í skál og láta storkna í ískáp. Þegar smjörið er storknað, er það tekið úr skálinni og syrjan (þetta hvíta á neðra borðinu) er skafin af (og hent). Þar með er skírt smjör tilbúið.

— SKÍRT SMJÖR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

Hjarta, kross eða samúðarkveðja – förum varlega á netinu

Hjarta, kross eða samúðarkveðja - förum varlega á netinu. Á fyrstu árum fasbókarinnar* hérlendis var engu líkara að en fólk kepptist við að verða fyrst til að setja inn samúðarkveðju ef það frétti af andláti. Ef sá sem misst hefur ástvin setur inn tilkynningu, þá er í lagi að votta samúð þar undir.  Ekki í sér færslu á vegg viðkomandi heldur undir tilkynningunni. Förum alls ekki beint á fb um leið og við heyrum af andláti til þess að senda samúðarkveðjur sem allir sjá.

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.