Kaldur rækjuréttur

kaldur rækjuréttur Borgarnes brauðréttur
Kaldur rækjuréttur

Kaldur rækjuréttur

500 g rækjur
1/2 gúrka
1/2 púrrulaukur
2 tómatar
1 rauð paprika
1 dós ananassneiðar
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majones
1/2 samlokubrauð.

Allt grænmetið brytjað smátt. Sýrður rjóminn og mæjónesið hrært saman og grænmetinu blandað út í. Brauðið skorið í litla teninga og sett saman við. Að síðustu er ananasinn skorinn í bita og blandað saman við ásamt rækjunum og sett í form. Paprikubitum sáldrað yfir. Bætið við eggjabátum, vínberjum og litlum tómötum til skrauts ofan á. Rétturinn er betri daginn eftir.

🌹

KALDIR RÉTTIR —  RÆKJUR  —  ANANASBRAUÐTERTUR

— KALDUR RÆKJURÉTTUR —

🌹🌹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.