Auglýsing
kaldur rækjuréttur Borgarnes brauðréttur
Kaldur rækjuréttur

Kaldur rækjuréttur

500 g rækjur
1/2 gúrka
1/2 púrrulaukur
2 tómatar
1 rauð paprika
1 dós ananassneiðar
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majones
1/2 samlokubrauð.

Allt grænmetið brytjað smátt. Sýrður rjóminn og mæjónesið hrært saman og grænmetinu blandað út í. Brauðið skorið í litla teninga og sett saman við. Að síðustu er ananasinn skorinn í bita og blandað saman við ásamt rækjunum og sett í form. Paprikubitum sáldrað yfir. Bætið við eggjabátum, vínberjum og litlum tómötum til skrauts ofan á. Rétturinn er betri daginn eftir.

🌹

KALDIR RÉTTIR —  RÆKJUR  —  ANANASBRAUÐTERTUR

— KALDUR RÆKJURÉTTUR —

🌹🌹

Auglýsing