Veislukaffiborð í Vestmannaeyjum

Veislukaffiborð í Vestmannaeyjum líkn heimaey Besta kornflexkaka í heimi Kornflexterta Emilíuterta Ágústa Eir vestmannaeyjar edda g ólafsdóttir Bananatertan góða bananaterta bananabrauð
Veislukaffiborð í Vestmannaeyjum

Veislukaffiborð í Vestmannaeyjum

Líknarfélögin í Vestmannaeyjum héldu sameiginlegan jólafund núna í upphafi aðventunnar. Starf félaganna er aðdáunarvert og árlega eru gefin tæki til sjúkrahússins í Eyjum (Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum) fyrir milljónir. Samstaða, gleði og dugnaður eru orð sem koma upp í hugann og eiga vel við þeirra öfluga starf. Við Bergþór voru með smá innlegg á jólafundinum og nutum samverunnar með þeim yfir kaffibolla og undurgóðum veitingum. Ég stóðst ekki mátið og fékk þrjár konur til að gefa uppskriftir.

VESTMANNAEYJAR

.

Emilíuterta - Uppáhalds rjómaterta Eddu G. Ólafsdóttur
Eddu G. Ólafsdóttir með Emilíutertuna

Emilíuterta – Uppáhalds rjómaterta Eddu G. Ólafsdóttur

Þessi terta er uppáhalds tertan í fjölskyldu Eddu, hún er bökuð við öll hátíðleg tækifæri og er þægileg þar sem uppskriftin er tvær tertur. „Tertan var nefnd Emilíuterta eftir að við höfðum mikið fyrir því að koma okkur og tertunni upp á land þegar Emilía sonardóttir okkar var skírð 11.11.2001.” segir Edda og bætir við að uppskriftin sé í tvær tertur, en stundum er hún bökuð í einu stóru ferköntuðu formi.

Svampbotn:
4 egg
200 g sykur
70 g kartöflumjöl
70 g hveiti
1.5 tsk lyftiduft.
Þeytið saman egg og sykur í létta kvoðu. Sigtið þurrefnin og blandið varlega
Saman við með sleikju. Setjið deigið í 2 hringlaga form vel smurð og bakið
Við ofnhita 200°C í ca 8-10 mín.

Marens:
4 eggjahvítur
250 g sykur
3/4 tsk lyftiduft
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt í.
Blandið lyftiduftinu síða saman við. Hrærið þar til hræran er orðin það stíf,
að hún myndar odd sem ekki hnígur. Skiptið marensnum í 2 botna og bakið
við ofnhita 125c i 1-2 klukkutíma.

Eggjasúkkulaðikrem:
2 eggjarauður
3 msk. sykur
50 g rifið suðusúkkuðlaði
1 peli þeyttur rjómi.
Þeyta saman eggjarauður og sykur þar til það verður kvoða, blandið þá súkkulaðinu og rjómanum varlega saman við.

Súkkulaðibráð:
200 g dökkt súkkulaði
4 msk vatn
2 eggjarauður
2 msk þeyttur rjómi.
Brjótið súkkulaðið og bræðið í heitu vatnsbaði ásamt vatninu.
Hrærið eggjarauðunum saman við bráðið súkkulaðið.
Bætið síðan rjómanum úti ylvolga súkkulaðibráðina.

Leggjið tertuna saman svona:
Svampbotn
Eggjasúkkulaðikrem
Marensbotn
Þeyttur rjómi
Súkklaðibráð (efst)

Ath! Uppskriftin á við tvær tertur. Njótið vel.

Ágústa Eir ömmustelpa Eddu 9. ára og hér er hún í þjóðhátíðartjaldinu

 

Besta kornflexkaka í heimi
Besta kornflexkaka í heimi

Besta kornflexkaka í heimi

Botnar
200 g sykur
4 b kornflex
4 eggjahvítur
1 tsk lyftiduft

Á milli
10 makkarónukökur
100 g suðusúkkulaði
ferskjur eða fersk ber
1,5 – 2 pelar rjómi, þeyttur

Krem
100 g brætt suðusúkkulaði
2 eggjarauður
1 dl rjómi, óþeyttur

Botnar
Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Bætið lyftidufti og kornflexi (ágætt að mylja aðeins) varlega saman við.
Setjið í tvö lausbotna form eða á bökunarpappír á stærð við matardisk. Bakið við 150°C í ca 50 mín. Látið kólna.

Stífþeytið rjómann, bætið við hann ferskjum eða ferskum berjum og setjið á milli ásamt muldum makkarónukökum og suðusúkkulaði

Krem
Þeytið eggjarauður þar til þær eru léttar og ljósar. Bræðið súkkulaði varlega og bætið saman við ásamt rjómanum. Kælið lítið eitt áður en er sett yfir tertuna.

Bananatertan góða bananabrauð
Bananatertan góða

Bananatertan góða – tveir botnar einföld og góð.

4 egg
140g sykur
85 g hveiti
1,5 tsk lyftiduft
150 g kókosmjöl
100 g suðusúkkulaði
2-3 bananar eftir stærð.

Rjómakrem
4 dl. rjómi
0,5 tsk. sykur
1/2 tsk vanillidropar.

Þeytið sykur og egg mjög vel saman. Sigtið hveitið og lyftiduftið
Og setjið varlega út í með sleikju. Setjið síðan kókosmjölið og saxað súkkulaði saman við með sleikju.
Bakið í tveimur 26 cm formum við 210-220 ° í 7-9 mín. Við tvöföldum uppskriftina og setjum í skúffu.
Saxið bananana og raðið á neðri botninn, Þeytið rjómann, sykurinn og vanilludropana saman. Setið yfir banana og leggið hinn botninn síðan ofan á Skeytt með súkkulaði sósu og jarðaberjum. Tertan er betri ef hún vær að standa í ca 3.

Veislukaffiborð í Vestmannaeyjum líknarfélög líknarfélag
Fjöldasöngur líknarfélagskvenna í Vestmannaeyjum
Veislukaffiborð í Vestmannaeyjum
Fjöldasöngur líknarfélagskvenna í Vestmannaeyjum

VESTMANNAEYJAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.