Gleðilega rest! Þótt aðfangadagur, jóladagur og annar dagur jóla séu liðnir, þá eru jólin ekki um garð gengin. Á nýársdag og dagana þar á eftir óskum við fólki gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna.
— JÓLIN — JÓLAKORT — GLEÐILEGT NÝTT ÁR — GLEÐILEG JÓL —
Á milli jóla og nýárs heyrist fólk stundum segja: Gleðilega rest. Eins og kunnugt er standa jólin til þrettándans og dagarnir frá 26.-31. desember eru því ekki restin af jólunum. Höldum í þá fallegu hefð að óska fólki gleðilegra jóla eða segja gleðilega hátíð.
Á tímarit.is kemur „Gleðilega rest” fyrst fyrir í blaðinu Vestra árið 1910 í kafla um móðurmálið. Þar er bent á nokkur orðskrípi sem virðast vera að festa djúpar rætur í hversdagsviðræum manna eins og segir í pistlinum. Eitt þessara orðskrípa er gleðilega rest.
Vísir, desember 1921: Gleðilega „rest” segja Reykvíkingar þegar liðin er aðal jólahelgin. Þetta er smekklaus ambaga sem er að ryðja sér til rúms úti um landið og þarf að útrýma. Jólin, með jólasamkomum og jólaboðum ná út að þrettánda eins og allir vita, og þess vegna er það rétt, eins og sumir gera, að bjóða „gleðileg jól” þangað til farið er að þakka fyrir gamla árið og bjóða gleðilegt nýár.
— JÓLIN — JÓLAKORT — GLEÐILEGT NÝTT ÁR — GLEÐILEG JÓL —