Gleðilega rest

Gleðilega rest! Þótt aðfangadagur, jóladagur og annar dagur jóla séu liðnir, þá eru jólin ekki um garð gengin. Á nýársdag og dagana þar á eftir óskum við fólki gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna.

— JÓLINJÓLAKORTGLEÐILEGT NÝTT ÁR GLEÐILEG JÓL

 

🎄

Á milli jóla og nýárs heyrist fólk stundum segja: Gleðilega rest. Eins og kunnugt er standa jólin til þrettándans og dagarnir frá 26.-31. desember eru því ekki restin af jólunum. Höldum í þá fallegu hefð að óska fólki gleðilegra jóla eða segja gleðilega hátíð.

Á tímarit.is kemur „Gleðilega rest” fyrst fyrir í blaðinu Vestra árið 1910 í kafla um móðurmálið. Þar er bent á nokkur orðskrípi sem virðast vera að festa djúpar rætur í hversdagsviðræum manna eins og segir í pistlinum. Eitt þessara orðskrípa er gleðilega rest.

Vísir, desember 1921: Gleðilega „rest” segja Reykvíkingar þegar liðin er aðal jólahelgin. Þetta er smekklaus ambaga sem er að ryðja sér til rúms úti um landið og þarf að útrýma. Jólin, með jólasamkomum og jólaboðum ná út að þrettánda eins og allir vita, og þess vegna er það rétt, eins og sumir gera, að bjóða „gleðileg jól” þangað til farið er að þakka fyrir gamla árið og bjóða gleðilegt nýár.

— JÓLINJÓLAKORTGLEÐILEGT NÝTT ÁR GLEÐILEG JÓL

— GLEÐILEGA REST —

🎄
Auglýsing

Meira úr sama flokki

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu - Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelin-staðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave

Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka...