Ostasalat – eitt það allra besta

Ostasalat

Kosturinn við mörg salöt er að það er hægt að útbúa þau með fyrirvara og geyma í ísskápnum. Oft verða þau betri við að standa þar dágóða stund. Þetta undurgóða ostasalat göldruðu fram Handverkskonur í Stykkishólmi

.

STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

.

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananaskurl (ekki nota safann)
Karrý eftir smekk.
Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarandi er skorið í smá teninga og blandað saman við:
1 mexíkóostur
1 pepperoni ostur
1/3 blaðlaukur
1 rauð paprika
vínber
Blandið öllu saman og setjið í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.

 

Handverkskonur í Stykkishólmi
Kaffi hjá handverkskonum í Stykkishólmi

☕️

— STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

— OSTASALAT – EITT ÞAÐ ALLRA BESTA —

☕️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Súkkulaðimúslíhafrakex. Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur.