Ostasalat – eitt það allra besta

Ostasalat

Kosturinn við mörg salöt er að það er hægt að útbúa þau með fyrirvara og geyma í ísskápnum. Oft verða þau betri við að standa þar dágóða stund. Þetta undurgóða ostasalat göldruðu fram Handverkskonur í Stykkishólmi

.

STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

.

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananaskurl (ekki nota safann)
Karrý eftir smekk.
Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarandi er skorið í smá teninga og blandað saman við:
1 mexíkóostur
1 pepperoni ostur
1/3 blaðlaukur
1 rauð paprika
vínber
Blandið öllu saman og setjið í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.

 

Handverkskonur í Stykkishólmi
Kaffi hjá handverkskonum í Stykkishólmi

☕️

— STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

— OSTASALAT – EITT ÞAÐ ALLRA BESTA —

☕️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa. Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes - en súpan stendur fyllilega undir væntingum. VIBBA-góð sagði ein í vinnunni, súpunni til hróss

Sítrónupressa – sítrónusafi

Sitrona

Sítrónupressa - sítrónusafi. Góð sítrónupressa ætti að vera til á öllum heimilum og vera notuð daglega - ætli megi ekki endurnýta hið gamla góða Opal-sagorð á sítrónusafann og segja: Hressir, bætir og kætir

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.