Gæsaveislur eru skemmtilegar

Gæsaveislur og steggjaveislur – frjálslegar veislur

Í gegnum tíðina höfum við reglulega verið beðnir að taka á móti gæsadömum, vinkonum sem eru að gæsa tilvonandi brúði. Þetta eru alltaf hinir skemmtilegustu hittingar, allt frjálslegt og ýmislegt látið flakka. Á dögunum hittum við eina sem rifjaði upp að hér hefði hún gert ýmislegt sem var henni enn í fersku minni eins og að prjóna, brjóta servíettur og hvernig á að skála. Það er einstaklega gaman að taka þátt í slíkri gleði með nánustu vinkonum tilvonandi brúðar já og brúðguma líka því stundum höfum við hitt hressa pilta sem steggja.

💟

Er áhugi á gæsa/steggjaveislu? eða matarveislu hjá Bergþóri og Albert

Gæsapartý gæsun vinkonur að gæsa gifting brúður
Hress gæsahópur

Þessi skemmtilegi siður að gæsa og steggja hefur tekið þó nokkrum breytingum á eftir því sem árin hafa liðið. Kannski sem betur fer segja margir. Í lok síðustu aldar þegar siðurinn fór að ryðja sér til rúms hér á landi var lenska að ganga verulega fram af viðkomandi eða hrekkja næstum því til að hræða líftóruna úr tilvonandi brúði/brúðguma. Já það hefur margt breyst til batnaðar og ekki allt sem var betra „í gamla daga”.

Bráðhressar dömur í gæsaveislu

GIFTINGARVEISLUSTJÓRARVEISLUR BERGÞÓRS & ALBERTS

— SKEMMTILEGAR GÆSAVEISLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð – sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri

Kryddbrauð - sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri. Já ég veit, mér þykja kryddbrauð mjög góð, alveg súper-extra-mjög-góð. Mér var bent á það í dag að það væru sex kryddbrauðsuppskriftir á blogginu. Gaman að því :) Hér koma uppskriftirnar sex, þær eru ekki neinni sérstakri röð. Í öllum bænum bakið kryddbrauð, hellið uppá kaffi og haldið smá kaffiboð :)