Auglýsing
Guacamole ídýfa anna birgis Hjálmar hannesson anna og hjálmar
Guacamole ídýfa

Guacamole ídýfa

Anna Birgis setti þessa girnilegu mynd og uppskrift á netið og auðsótt var að fá að birta hér á síðunni.

🥑

AVÓKADÓ —  VEGANGUACAMOLE

🥑

Guacamole ídýfa

3 lárperur
2 msk lime (má vera meira)
2 – 3 hvítlauksrif (pressuð – saxa smátt)
1 bolli sýrður rjómi (má vera meira)
Taco seasoning mix
Vorlaukur (smátt skorinn)
1 dós refried beans (tvísteiktar baunir)
1 bolli blandaður rifinn ostur
Salt og pipar.

Byrjið á að blanda hluta af hvítlauknum, salti og pipar í sýrða rjómann, skipta honum svo í tvennt. Taco kryddinu blandað í helmingin smám saman. Smakka á milli.

Geymið í ísskáp.

Baunirnar settar í pott og hitaðar við vægan hita, kryddið smá með Taco kryddinu.

Skerið eina lárperu í þunnar sneiðar og raðið í botninn á skálinni, kreystið lime yfir og svolítið af vorlauknum. Maukið hinar tvær lárperurnar og setjið lime safa útí. Blandið hvítlauk, vorlauk, salti og pipar í maukið. (smakka)

Þá er bara eftir að raða sýrða rjómanum, refried beans, maukaðuðu lárperunum og ostinum í skálina. Ég byrja á baununum sem þurfa að vera volgar til að hægt sé að dreifa þeim. Þá sýrða rjómanum sem er án Taco kryddsins. Svo er maukuðu lárperunum dreift í skálina og sýrða rjómanum sem eftir er þar ofan á.

Dreifið svo rifna ostinum jafnt yfir herlegheitin.

Það er fallegt að setja eitthvað smávegis grænt ofan á ostinn. T.d. steinselju eða koriander.

Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í u.þ.b. þrjá tíma áður en ídýfan er borin fram. Flestum þykir Nachos flögur bestar með ídýfunni.

Guacamolemyndin er fengin af netinu.

Anna Birgis

🥑

— GUACAMOLE ÍDÝFA —

🥑

Auglýsing