Guacamole ídýfa

Guacamole ídýfa anna birgis Hjálmar hannesson anna og hjálmar
Guacamole ídýfa

Guacamole ídýfa

Anna Birgis setti þessa girnilegu mynd og uppskrift á netið og auðsótt var að fá að birta hér á síðunni.

🥑

AVÓKADÓ —  VEGANGUACAMOLE

🥑

Guacamole ídýfa

3 lárperur
2 msk lime (má vera meira)
2 – 3 hvítlauksrif (pressuð – saxa smátt)
1 bolli sýrður rjómi (má vera meira)
Taco seasoning mix
Vorlaukur (smátt skorinn)
1 dós refried beans (tvísteiktar baunir)
1 bolli blandaður rifinn ostur
Salt og pipar.

Byrjið á að blanda hluta af hvítlauknum, salti og pipar í sýrða rjómann, skipta honum svo í tvennt. Taco kryddinu blandað í helmingin smám saman. Smakka á milli.

Geymið í ísskáp.

Baunirnar settar í pott og hitaðar við vægan hita, kryddið smá með Taco kryddinu.

Skerið eina lárperu í þunnar sneiðar og raðið í botninn á skálinni, kreystið lime yfir og svolítið af vorlauknum. Maukið hinar tvær lárperurnar og setjið lime safa útí. Blandið hvítlauk, vorlauk, salti og pipar í maukið. (smakka)

Þá er bara eftir að raða sýrða rjómanum, refried beans, maukaðuðu lárperunum og ostinum í skálina. Ég byrja á baununum sem þurfa að vera volgar til að hægt sé að dreifa þeim. Þá sýrða rjómanum sem er án Taco kryddsins. Svo er maukuðu lárperunum dreift í skálina og sýrða rjómanum sem eftir er þar ofan á.

Dreifið svo rifna ostinum jafnt yfir herlegheitin.

Það er fallegt að setja eitthvað smávegis grænt ofan á ostinn. T.d. steinselju eða koriander.

Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í u.þ.b. þrjá tíma áður en ídýfan er borin fram. Flestum þykir Nachos flögur bestar með ídýfunni.

Guacamolemyndin er fengin af netinu.

Anna Birgis

🥑

— GUACAMOLE ÍDÝFA —

🥑

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.