Kálfasnitsel
Bubba og Daddý héldu stórfínt MATARBOÐ og þar var kálfasnitsel í aðalrétt. Í uppskriftinni er talað um að elda í ofni í 20-30 mín. Það má einnig hafa hitann mun lægri og hafa kjötið í ofninum í einn og hálfan tíma.
— DADDÝ — BUBBA — MATARBOÐ — SNITSEL —
.
Kálfasnitsel
3 kg kálfasnitsel
6 egg
1 tsk karrý
salt og pipar
2 b rasp
250 g smjöri
Brjótið eggin í skál og hrærið þeim saman. Kryddið karrý, salti og pipar. Veltið snitselinu upp úr eggjunum og síðan raspinu og steikið við lágan hita á pönnu. Eldið í ofni í 20-30 mín á 190° Raðið á fat og setjið sítrónur í sneiðum yfir.
.
— DADDÝ — BUBBA — MATARBOÐ — SNITSEL —
— KÁLFASNITSEL—
–