Ossobuco – kálfakjötréttur sem bráðnar í munni

Matarklúbburinn Albert Kjartan Vídó Ossobuco kálfakjöt rauðvín vestmannaeyjar nautakjöt
Ossobuco

Ossobuco

Kjartan Vídó er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Hann er meðlimur í Matarklúbbnum Albert sem hélt afar eftirminnilegt matarboð fyrir skemmstu. Þar var boðið upp á Ossobuco sem bráðnaði í munni.

KJARTAN VÍDÓOSSOBUCO

.

Kjartan með Ossobuco

Ossobuco

2 kg. ossobuco kálfakjöt
200 g hveiti
1/2 flaska hvítvín
4 sellerí stönglar
8 gulrætur
4 greinar rósmarín
2 greinar timían
3 lárviðarlauf
1 poki steinselja
2 laukur
1/2 l nautasoð
2 ds niðursoðnir tómatar

Nauðsynlegt er að hafa kjötið við stofuhita þegar byrjað er að elda það. Ég opnaði pakkningarnar og þerraði kjötið, skar svo í kantana til að skera í sundur sinar svo að kjötið myndi ekki verpast við steikingu. Því næst setti ég hveiti í skál og kryddaði með salti, pipar og þurrkuðu oreganó. Velti kjötinu upp úr hveitinu og steikti svo í 2-3 mínútur á hvorri hlið í pottinum sem ég eldaði svo allt í. Setti svo kjötið til hliðar og geymdi aðeins. Skar niður gulrætur, lauk og sellerí og steikti við miðlungshita í pottinum. Hellti síðan hálfri flösku af hvítvíni og leyfði því sjóða niður í nokkrar mínútur. Bætti við 0.5 lítrum af nautasoði í pottinn og tveimur dósum af niðurskornum tómötum ásamt smá tómatkrafti. Leyfði þessu að sjóða saman í nokkrar mínútur og kryddaði með ferskum kryddjurtum. Setti svo nánast allt innihaldið úr pottinum í skál og byrjaði að raða kjötinu í pottinn. Smá grænmetistómatblöndu neðst og svo kjöt og þannig koll af kolli eins mikið og potturinn leyfði. Því næst sett inn í ofn sem var stilltur á 130°C og eldaði þannig í 4 klukkutíma.

Ossobuco
Ossobuco

.

KJARTAN VÍDÓOSSOBUCO

— OSSOBUCO —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt

 

 

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggvinkona mín er höfundur þessarar glæsilegu matreiðslubókar sem vel má mæla með. Bók með nýjum einföldum og fljótlegum uppskriftum við allra hæfi. Hægt er að panta bókina hér

 

Fyrri færsla
Næsta færsla