Parmesan ostakartöflur Margrétar
Í bráðskemmtilegu matarboði Eddu Björgvins bauð hún meðal annars upp á þessar ljúffengu ofnbökuðu kartöflur.
.
— EDDA BJÖRGVINS — KARTÖFLUR —
.
Parmesan ostakartöflur Margrétar
1 kg. íslenskar fallegar Þykkvabæjarkartöflur (bestar ef þær eru smáar)
60 – 70 g smjör
2 b mjög fínt rifinn parmesan ostur (má vera þessi tilbúni rifni úr stauk)
Himalaya salt og mulinn pipar
hvítlauksduft.
Smyrjið eldfast fat að innan ríflega með smjöri og stráið svo nokkuð þykku lagi af Parmesan ostaduftinu neðst í fatið. Saltið og piprið og stráið hvítlauksduftinu líka yfir ostinn. Skerið kartöflurnar í tvennt og raðið í fatið með sárið niður. Bakið við 180 gráður í hálftíma til klukkutíma – fer eftir ofnum og hvort notaður sé blástur.
.
— EDDA BJÖRGVINS — KARTÖFLUR —
— PARMESAN KARTÖFLUR MARGRÉTAR —
.