Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

Bankabyggg með steiktu grænmeti og pestói pestó basil bygg steinselja sólþurrkaðir tómatar paprika
Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

Bankabygg er fyrirtaks matur. Eitt og sér er það bragðlítið og lítt spennandi en með góðu grænmeti, kryddi, pestói og öðru góðu verður úr hið mesta lostæti. Bankabyggrétturinn getur bæði verið sér réttur og sem meðlæti.

BANKABYGGPESTÓ

.

Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

1 1/2 b bankabygg
1/2 rauðlaukur
ca 5 cm blaðlaukur
1/2 dl olía
sólþurrkaðir tómatar + olía
3 hvítlauksrif
1-2 dl grænt pestó
1 tsk rósmarín
chili + salt + pipar

Sjóðið bankabygg samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Saxið gróft rauðlauk og blaðlauk og steikið í olíu. Bætið við söxuðum hvítlauk, sólþurrkuðum tómötum og pestói. Kryddið með rósmarín, chili, salti og pipar. Setjið loks bankabyggið saman við og um 1/2 dl af tómataolíunni.

.

BANKABYGGPESTÓ

— BANKABYGG MEÐ GRÆNMETI OG PESTÓI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

Hvað er kurteisi?

Kurteisi

Hvað er kurteisi? Enginn ætti að gefa langar lýsingar af kvillum sínum meðan hann situr undir borðum - og forðast slíkt yfirleitt. Það er ógeðslegt og þreytandi og ætti ekki að leyfast, að fólk tali alltaf um veikindi sín og uppskurði - ekkert er leiðinlegra en hlusta á slíkar raunarollur

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.

Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði. Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft.