
Tómat-mozzarella-kúrbíts-turn
6 tómatar
250 g mozzarella
4 meðalstórir kúrbítar
salt og pipar
2 hvítlausgeirar
basilika
olía
50 g parmasan
Skerið tómata og mozzarella í sneiðar. Skerið kúrbít langsum gott er að nota ostaskera.
Léttsteikið kúrbít í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Saxið hvítlauk og steikið með.
Raðið á disk/fat: Tómatur, mozzarella, kúrbítur og basilíka. Endurtakið. Rífið parmasanost yfir. Dreifið balsamikediki yfir

Kjartan og Elísa eru listakokkar bæði tvö og alveg óhrædd við að prófa nýja rétti.
.
— TÓMAT MOZZARELLA —
.