Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs
Guðný sveitungi minn Þorleifsdóttir frá Kolfreyjustað bretti upp ermar og bauð í hádegismat. Guðný er alveg einstaklega flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til. Hún galdraði fram undurgóðan steiktan fisk, bauð upp á íslenskt ferskt pasta og bökuð epli í eftirrétt sem eru bæði einföld og fljótleg að útbúa.
— ÞORSKUR — KOLFREYJUSTAÐUR — GUÐNÝ ÞORLEIFS — EPLI — PASTA —
.
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
4 epli, red delicious, flysjuð og kjarninn stunginn úr.
Velt uppúr raspi,
Setjið á eldfast mót, fyllið með rúsínum, kúfaðri teskeið af púðursykri ofaná og klípa af smjöri.
Bakað í 30 mín. 180 gráður C.
Borið fram með þeyttum rjóma
Pasta kjötsósa
250 gr sveppir, smátt saxaðir.
3 hvítlaukar (þessir í heilu í körfunni)
Eða 4-5 lauf smátt saxað
Sveppir steiktir á djúpri pönnu,
Hiti lækkaður og hvítlauk bætt útí.
Látið malla í 20 mín.
Tekið af pönnunni.
500 gr nautahakk, brúnað vel. Þá næst útí
1 lítil dós tómatpure
1 dós tómatar með hvítlauk
1 matskeið basilíka
Sveppir og hvítlaukur.
Látið malla í 1 – 1 1/2 tíma.
Í blálokin 1 grænmetisteningur settur samanvið.
Pasta soðið eftir leiðbeiningum. Ferskt pasta er best og ég notaði íslenska pastað frá Kaju á Akranesi (það fæst í Hagkaupum og í Melabúðinni)
Borið fram, borðað með bestu lyst og fullt af rifnum parmesan.
Gjarnan hafa ofnbakaða grænmetið með
Rifin Saladblöð, skorin jarðarber og fetaostur.
Steiktir þorskhnakkar
1 stk þorskhnakki, skorinn í tvo hluta.
Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn og bíðið í nokkrar mínútur. Veltið upp úr hveiti (ég nota Durum hveiti), síðan pískuðu eggi og loks
Raspblöndu, rifinn parmesan og japanskur raspur. Til helminga.
Steikið í smjöri ca. 3-4 mín, á hvorri hlið .
Meðlæti: Salatblöð frá Lambhaga.
Og ofnbakað rótargrænmeti
Rauðrófur
Hnúðkál
Gulrætur
Sætar kartöflur
Skorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)
Maldonsalt
Bakað í 15-20 mín við 200° C.
.
— ÞORSKUR — KOLFREYJUSTAÐUR — GUÐNÝ ÞORLEIFS — EPLI — PASTA —
— Í HÁDEGISMAT HJÁ GUÐNÝJU ÞORLEIFS —
.