Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs

Guðný s þorleifsdóttir kolfreyjustaður Fáskrúðsfjörður Þorleifsdóttir bökuð epli ofnbökuð epli
Albert og Guðný Þorleifsdóttir

Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs

Guðný sveitungi minn Þorleifsdóttir frá Kolfreyjustað bretti upp ermar og bauð í hádegismat. Guðný er alveg einstaklega flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til. Hún galdraði fram undurgóðan steiktan fisk, bauð upp á íslenskt ferskt pasta og bökuð epli í eftirrétt sem eru bæði einföld og fljótleg að útbúa.

ÞORSKURKOLFREYJUSTAÐURGUÐNÝ ÞORLEIFSEPLIPASTA

.

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar epli rasp raspur rjómi púðursykur, rúsínur smjör fljótlegt eftirréttur einfaldur
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar

4 epli, red delicious, flysjuð og kjarninn stunginn úr.
Velt uppúr raspi,
Setjið á eldfast mót, fyllið með rúsínum, kúfaðri teskeið af púðursykri ofaná og klípa af smjöri.
Bakað í 30 mín. 180 gráður C.
Borið fram með þeyttum rjóma

Pasta kjötsósa Kaja pasta
Pasta kjötsósa

Pasta kjötsósa

250 gr sveppir, smátt saxaðir.
3 hvítlaukar (þessir í heilu í körfunni)
Eða 4-5 lauf smátt saxað
Sveppir steiktir á djúpri pönnu,
Hiti lækkaður og hvítlauk bætt útí.
Látið malla í 20 mín.
Tekið af pönnunni.

500 gr nautahakk, brúnað vel. Þá næst útí
1 lítil dós tómatpure
1 dós tómatar með hvítlauk
1 matskeið basilíka
Sveppir og hvítlaukur.
Látið malla í 1 – 1 1/2 tíma.
Í blálokin 1 grænmetisteningur settur samanvið.

Pasta soðið eftir leiðbeiningum. Ferskt pasta er best og ég notaði íslenska pastað frá Kaju á Akranesi (það fæst í Hagkaupum og í Melabúðinni)

Borið fram, borðað með bestu lyst og fullt af rifnum parmesan.
Gjarnan hafa ofnbakaða grænmetið með

Rifin Saladblöð, skorin jarðarber og fetaostur.

Steiktir þorskhnakkar japanskt rasp parmasan ostur rótargrænmeti
Steiktir þorskhnakkar

Steiktir þorskhnakkar

1 stk þorskhnakki, skorinn í tvo hluta.
Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn og bíðið í nokkrar mínútur. Veltið upp úr hveiti (ég nota Durum hveiti), síðan pískuðu eggi og loks
Raspblöndu, rifinn parmesan og japanskur raspur. Til helminga.
Steikið í smjöri ca. 3-4 mín, á hvorri hlið .

Meðlæti: Salatblöð frá Lambhaga.

Og ofnbakað rótargrænmetiRauðrófurHnúðkálGulræturSætar kartöflurSkorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)Maldonsalt
Ofnbakað rótargrænmeti

Og ofnbakað rótargrænmeti
Rauðrófur
Hnúðkál
Gulrætur
Sætar kartöflur
Skorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)
Maldonsalt
Bakað í 15-20 mín við 200° C.

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar paxo
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Salat

.

ÞORSKURKOLFREYJUSTAÐURGUÐNÝ ÞORLEIFSEPLIPASTA

— Í HÁDEGISMAT HJÁ GUÐNÝJU ÞORLEIFS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti. Vigdísi Másdóttur kynntist ég fyrst þegar hún var í Leiklistardeild Listaháskólans, síðar lágu leiðir okkar saman þegar hún kom og til starfa í sömu deild. Frá fyrsta degi höfum við talað mikið um mat, mjög mikið.

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.