Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs

Guðný s þorleifsdóttir kolfreyjustaður Fáskrúðsfjörður Þorleifsdóttir bökuð epli ofnbökuð epli
Albert og Guðný Þorleifsdóttir

Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs

Guðný sveitungi minn Þorleifsdóttir frá Kolfreyjustað bretti upp ermar og bauð í hádegismat. Guðný er alveg einstaklega flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til. Hún galdraði fram undurgóðan steiktan fisk, bauð upp á íslenskt ferskt pasta og bökuð epli í eftirrétt sem eru bæði einföld og fljótleg að útbúa.

ÞORSKURKOLFREYJUSTAÐURGUÐNÝ ÞORLEIFSEPLIPASTA

.

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar epli rasp raspur rjómi púðursykur, rúsínur smjör fljótlegt eftirréttur einfaldur
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar

4 epli, red delicious, flysjuð og kjarninn stunginn úr.
Velt uppúr raspi,
Setjið á eldfast mót, fyllið með rúsínum, kúfaðri teskeið af púðursykri ofaná og klípa af smjöri.
Bakað í 30 mín. 180 gráður C.
Borið fram með þeyttum rjóma

Pasta kjötsósa Kaja pasta
Pasta kjötsósa

Pasta kjötsósa

250 gr sveppir, smátt saxaðir.
3 hvítlaukar (þessir í heilu í körfunni)
Eða 4-5 lauf smátt saxað
Sveppir steiktir á djúpri pönnu,
Hiti lækkaður og hvítlauk bætt útí.
Látið malla í 20 mín.
Tekið af pönnunni.

500 gr nautahakk, brúnað vel. Þá næst útí
1 lítil dós tómatpure
1 dós tómatar með hvítlauk
1 matskeið basilíka
Sveppir og hvítlaukur.
Látið malla í 1 – 1 1/2 tíma.
Í blálokin 1 grænmetisteningur settur samanvið.

Pasta soðið eftir leiðbeiningum. Ferskt pasta er best og ég notaði íslenska pastað frá Kaju á Akranesi (það fæst í Hagkaupum og í Melabúðinni)

Borið fram, borðað með bestu lyst og fullt af rifnum parmesan.
Gjarnan hafa ofnbakaða grænmetið með

Rifin Saladblöð, skorin jarðarber og fetaostur.

Steiktir þorskhnakkar japanskt rasp parmasan ostur rótargrænmeti
Steiktir þorskhnakkar

Steiktir þorskhnakkar

1 stk þorskhnakki, skorinn í tvo hluta.
Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn og bíðið í nokkrar mínútur. Veltið upp úr hveiti (ég nota Durum hveiti), síðan pískuðu eggi og loks
Raspblöndu, rifinn parmesan og japanskur raspur. Til helminga.
Steikið í smjöri ca. 3-4 mín, á hvorri hlið .

Meðlæti: Salatblöð frá Lambhaga.

Og ofnbakað rótargrænmetiRauðrófurHnúðkálGulræturSætar kartöflurSkorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)Maldonsalt
Ofnbakað rótargrænmeti

Og ofnbakað rótargrænmeti
Rauðrófur
Hnúðkál
Gulrætur
Sætar kartöflur
Skorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)
Maldonsalt
Bakað í 15-20 mín við 200° C.

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar paxo
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Salat

.

ÞORSKURKOLFREYJUSTAÐURGUÐNÝ ÞORLEIFSEPLIPASTA

— Í HÁDEGISMAT HJÁ GUÐNÝJU ÞORLEIFS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave

Portóbellósveppir í smjördeigi

Sveppir í smjördeigi IMG_1398

Sveppir í smjördeigi. Hér er afbrigði af Wellington steik, sem ég fann á netinu og útfærði. Beef Wellington er nautalund í smjördeigi, en í tilefni af veganúar eru Portobellir sveppir notaðir í staðinn fyrir naut.

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Bláberjasulta

Bláberjasulta. Hver elskar ekki pönnukökur með bláberjasultu og rjóma. Það er algjör óþarfi að setja hleypi í bláberjasultu. Með því að tína með óþroskuð ber (samt ekki of mikið af þeim) og sjóða með hleypur sultan betur. Svo má alltaf krydda lítið eitt, t.d. með kanil, vanillu, negul, chili eða engifer. Vatnið í uppskriftinni er til þess að berin brenni ekki við í upphafi

Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

Madhur Jeffrey - Indverskur kjúklingur

Madhur Jaffrey - indverskur kjúklingur. Vel sterkur réttur sem fær fólk til að svitna. Að vísu átti ég aðeins eitt rautt chili sem var látið duga. Súpergóður réttur borinn fram með naanbrauði og hrísgrjónum.