Í RÚMINU – viðauki við málshætti. Skemmtilegur samkvæmisleikur

Samkvæmisleikur samkvæmisleikir páskar matarboð veisla heimatilbúin skemmtiatriði skemmtiatriði hugmyndir matarboð leikir hópeflisleikir leikir fyrir afmæli fyrir fullorðna einfaldir hugmyndir partý málshættir málsháttur í rúminu íslenskir gaman dinner matarboð páskar
… í rúminu

Í RÚMINU – viðauki við málshætti.

Samkvæmisleikir eru sem betur fer mjög misjafnir. Með mikilli ánægju deili ég með ykkur leik, sem er meira fyrir fullorðið fólk, fyrir matar- eða kaffiboðið. Hver gestur fær málshátt, annað hvort dregur hann úr skál eða málshátturinn er undir diskinum (eða stólnum). Síðan er farið hringinn og allir lesa sinn málshátt og bæta aftan við hann: Í RÚMINU

💛

— SAMKVÆMISLEIKIRPÁSKARHEFÐIR

💛

… í rúminu

Oft hljóta góðar tennur illt að tyggja.
Taka skal viljann fyrir verkið.
Aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Sjálfs eru vítin verst .
Sjaldan hlýst gott af gestum.
Gestur gerir sig margur að greifa.
Vondur er vanþakklátur gestur.
Þrínættur gestur þykir verstur.
Gott atlæti er gjöfum betra.
Fyrri er vondur en verstur.

Einhvers staðar verða vondir að vera.
Lengi getur vont versnað.
Ekki er vert að þakka áður en maður smakkar.
Hærra ber höfuð en herðar.
Illt er að kljást við kollóttan.
Ellin hallar öllum leik.
Oft hefur ellin æskunnar not.
Bágt er að tefja fyrir ellinni.
Illt er að kenna gömlum hirðsiði.
Lítið er ungs manns gaman.

Þetta er ungt og leikur sér.
Lengi man það er ungur getur.
Of lengi má ungur maður hóglega lifa.
Ungir til dáða, gamlir til ráða.
Eigi leyna augu ef ann kona manni.
Ekki er allt sem augun dæma
Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.
Maður er manns gaman.
Frekur er hver til fjörsins.
Fjör er flestum sárast.

Altíð hjálpar einhver guð.
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfur.
Enginn kemst lengra en guð vill.
Hver er sinnar gæfu smiður.
Enginn gefur sér gæfuna sjálfur.
Rammvillt er hamingjuhjólið.
Hamingjan fylgir heimskingjanum.
Ekki er lánið allra.
Lánið er valt og lukkan hál.
Sígandi lukka er best.

Misholl er mönnum lukkan.
Huggun er manni mönnum að.
Oft kemst sá í krappan dans sem ekki leitar fyrir sér.
Sá er drengur sem gengur.
Oft er dyggð undir dökkum hárum.
Margur leyfir sér opnar dyr inn að ganga.
Betra er ólofað en illa efnt.
Illt er eld að bera í sínu skauti.
Endirinn skyldi í upphafi skoða.
Þá endirinn er góður er allt gott.

Allir fingur eru jafnlangir þegar þeir eru í lófann lagðir.
Sá sem aldrei er forvitinn verður aldrei fróður.
Gaman skyldi græskulaust vera.
Ekki er gaman nema gott sé.
Allt kann sá er hófið kann.
Maðurinn einn er ei nema hálfur.
Orð eru til alls fyrst.
Snemma byrja manna mein.
Nóttin er mönnum til náða sköpuð.
Nótt verður nauðþreyttur feginn.

Engin ræður sínum næturstað.
Illt er öðrum ólán sitt að kenna.
Ekki ríður ólánið við einteyming.
Vond samviska sturlar manninn.
Af vondum lögum versna siðir.
Tvennir eru tímarnir.
Allir hafa einhverja kynfylgju.
Einn er laukur í ætt hverri.
Mörgum bregst mága stoðin.
Mjúk er móðurhöndin.

Hvað bíður sinnar stundar.
Allt bíður síns tíma.
Langt þykir þeim sem búinn bíður.
Svo rætist hver draumur sem hann er ráðinn.
Mikill draumur er fyrir litlu efni.
Allt tekur enda um síðir.
Oft verður hljótt eftir gamanið

Tímarnir breytast og mennirnir með.
Taka ber vel tíma hverjum.
Margan hefur veröldin villt.

Sá árla rís verður margs vís.
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Betra er að tala fátt um flest.
Betri er snjöll tunga en kembt hár.
Fáir kunna tveim herrum í senn að þjóna.
Vandi er tveimur herrum að þjóna og vera báðum trúr.
Öfund er árrisul.
Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
Oft fer logn á undan stormi.
Betra er að róa en reka undan.

Sá situr sig ekki úr færi sem fyrstur rær.
Bítur á beittan öngul.
Fáir eru föðurbetrungar.
Betra er að vera ógiftur en illa giftur.
Kippir hverjum í kyn sitt.
Fagna ei fyrr en þú átt.
Augu húsbóndans gera meira en hendur hans báðar.
Húsbóndinn gerir garðinn frægan.
Hamra skal járn meðan heitt er.
Ekki eru allir lyklar bundnir við einnar konu belti.

Morgunstund gefur gull í mund.
Góður dagur byrjar að morgni.
Drjúg eru morgunverkin.
Misjöfn eru morgunverkin.
Víða er pottur brotinn.
Nýir vendir sópa best.
Ætla skal borð fyrir báru.
Ei er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.
Oft verður mikill eldur af litlum neista.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.

Illt er á einum fæti að standa.
Margur er gikkur þó hann sé gamall.
Ekki hafa allir hjartað á vörunum.
Hugurinn ber mann hálfa leið.
Ást vex með vana.
Enginn verður óbarinn biskup.
Kapp er best með forsjá.
Lofið laðar brosið.
Oft dregur lofið háðið í halanum.
Sannarlegt lof er ekki um of.

Vandratað er meðalhófið.
Meðalhóf er best.
Illt er að rasa fyrir ráð fram.
Sá er sæll sem sínu ann.
Seint koma sælir en koma þó.
Betra er berfættum en bókarlausum að vera.
Sjaldan veldur einn þegar tveir deila.
Til þess eru vond dæmi að varast þau.

💛

💛

— SAMKVÆMISLEIKIRPÁSKARHEFÐIR

— Í RÚMINU —

💛

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.