Í kaffi hjá Jóhönnu Þórhalls

Jóhanna V Þórhallsdóttir jóhanna þórhalls Albert kaffiboð söngkona listakokkur listamaður málari listmálari
Jóhanna og Albert við kaffiborðið

Í kaffi hjá Jóhönnu Þórhalls

Á meðan ég var blaðamaður á Gestgjafanum fékk ég reglulega Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söngkonu til að útbúa góðgæti fyrir blaðið. Á dögunum hrökk ég illilega við þegar ég áttaði mig á að ekki ein einasta uppskrift er frá henni hér á síðunni. Án þess að hugsa mig tvisvar um hringdi ég í Jóhönnu og hún sagði: „komdu á morgun elskan, auðvitað skal ég útbúa eitthvað”

JÓHANNA ÞÓRHALLSFRÆKEXSÍTRÓNUBÖKUREPLAKÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

.

Sjúkleg sítrónukaka
Sjúkleg sítrónukaka

Sjúkleg sítrónukaka

Botn:

2,5 dl hveiti
0,5 dl sykur
hálf tsk vanillusykur/dropar
150 g smjör hita ofn í 200°C

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og þrýstið í botninn á vel smurðu formi 

Bakið í 12-15 mín þar til gyllt 

Fyllingin gerð á meðan: 

3 egg
2 dl sykur
hálfur dl hveiti
rifinn börkur af 1 sítrónu
6 msk af sítrónu (eða eftir smekk)

Þeytið egg og sykur blandið þvínæst hveitinu með 

Bætið sítrónuberki og safa út í og hrærið 

Hellið blöndunni yfir forbakaðan botninn og bakið í 10 mínútúr í viðbót

Svo bætti ég smá lemon curd yfir til að fá fallega gula litinn fyrir myndatökuna, en því má sleppa.

Eplabaka epli haframjöl smjör kanill einfalt kaffimeðlæti baka kaka fljótlegt gott
Eplabaka – ein sú allra einfaldasta og fljótlega

Eplabaka – ein sú allra einfaldasta og fljótlega

2 epli
ca 1 bolli haframjöl
um 100 g smjöri
1 tsk kanill
1 msk sykur

Skerið eplin niður og setjið í eldfast form. Blandið saman haframjöli, smjöri, kanil og sykri með höndunum setjið yfir eplin. Bakið í 20 mín á 200°C 

Fræhrökkbrauð kex hollt sólblómafræ sesamfræ hörfræ graskers fræ salat gróft eða fínt spelt olífuolía
Fræhrökkbrauð

Fræhrökkbrauð

1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1,5 dl hörfræ
1 dl graskersfræ
1 tsk salt
2dl gróft eða fínt spelt
1 dl olífuolía
3 dl sjóðandi vatn

Blandið fræjunum saman, salti og spelti blandað vel saman. Hellið olíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Þetta á að vera eins og hafragrautur. Hellið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu og breiðið þunnt út. Stráið maldonsalti yfir. Bakið við 150°C í 45 mín. Slökkvið á ofninum og látið standa í 15 mínútur í ofninum. Takið úr og látið kólna. Brjótið í bita.

Jóhanna og Albert
Í kaffi hjá Jóhönnu Þórhalls
Sjúkleg sítrónukaka
Sjúkleg sítrónukaka

.

JÓHANNA ÞÓRHALLSFRÆKEXSÍTRÓNUBÖKUREPLAKÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

— Í KAFFI HJÁ JÓHÖNNU ÞÓRHALLS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.