Í kaffi hjá Jóhönnu Þórhalls

Jóhanna V Þórhallsdóttir jóhanna þórhalls Albert kaffiboð söngkona listakokkur listamaður málari listmálari
Jóhanna og Albert við kaffiborðið

Í kaffi hjá Jóhönnu Þórhalls

Á meðan ég var blaðamaður á Gestgjafanum fékk ég reglulega Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söngkonu til að útbúa góðgæti fyrir blaðið. Á dögunum hrökk ég illilega við þegar ég áttaði mig á að ekki ein einasta uppskrift er frá henni hér á síðunni. Án þess að hugsa mig tvisvar um hringdi ég í Jóhönnu og hún sagði: „komdu á morgun elskan, auðvitað skal ég útbúa eitthvað”

JÓHANNA ÞÓRHALLSFRÆKEXSÍTRÓNUBÖKUREPLAKÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

.

Sjúkleg sítrónukaka
Sjúkleg sítrónukaka

Sjúkleg sítrónukaka

Botn:

2,5 dl hveiti
0,5 dl sykur
hálf tsk vanillusykur/dropar
150 g smjör hita ofn í 200°C

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og þrýstið í botninn á vel smurðu formi 

Bakið í 12-15 mín þar til gyllt 

Fyllingin gerð á meðan: 

3 egg
2 dl sykur
hálfur dl hveiti
rifinn börkur af 1 sítrónu
6 msk af sítrónu (eða eftir smekk)

Þeytið egg og sykur blandið þvínæst hveitinu með 

Bætið sítrónuberki og safa út í og hrærið 

Hellið blöndunni yfir forbakaðan botninn og bakið í 10 mínútúr í viðbót

Svo bætti ég smá lemon curd yfir til að fá fallega gula litinn fyrir myndatökuna, en því má sleppa.

Eplabaka epli haframjöl smjör kanill einfalt kaffimeðlæti baka kaka fljótlegt gott
Eplabaka – ein sú allra einfaldasta og fljótlega

Eplabaka – ein sú allra einfaldasta og fljótlega

2 epli
ca 1 bolli haframjöl
um 100 g smjöri
1 tsk kanill
1 msk sykur

Skerið eplin niður og setjið í eldfast form. Blandið saman haframjöli, smjöri, kanil og sykri með höndunum setjið yfir eplin. Bakið í 20 mín á 200°C 

Fræhrökkbrauð kex hollt sólblómafræ sesamfræ hörfræ graskers fræ salat gróft eða fínt spelt olífuolía
Fræhrökkbrauð

Fræhrökkbrauð

1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1,5 dl hörfræ
1 dl graskersfræ
1 tsk salt
2dl gróft eða fínt spelt
1 dl olífuolía
3 dl sjóðandi vatn

Blandið fræjunum saman, salti og spelti blandað vel saman. Hellið olíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Þetta á að vera eins og hafragrautur. Hellið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu og breiðið þunnt út. Stráið maldonsalti yfir. Bakið við 150°C í 45 mín. Slökkvið á ofninum og látið standa í 15 mínútur í ofninum. Takið úr og látið kólna. Brjótið í bita.

Jóhanna og Albert
Í kaffi hjá Jóhönnu Þórhalls
Sjúkleg sítrónukaka
Sjúkleg sítrónukaka

.

JÓHANNA ÞÓRHALLSFRÆKEXSÍTRÓNUBÖKUREPLAKÖKURSÍTRÓNUSMJÖR

— Í KAFFI HJÁ JÓHÖNNU ÞÓRHALLS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Cululutte brauð

Cululette brauð. Í vinabæjarheimsókninni í Gravelines á dögunum fengum við soðið brauð sem mun vera frá norður Frakklandi. Brauðið rann ljúflega niður með romm/smjörsósu...