Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta páskaterta skyr rjómi
Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta

Til fjölda ára hefur skapast sú hefð hér á bæ að baka páskatertu, nýja tertu á hverjum páskum. Að þessu sinni er tertan skyrterta sem ekki þarf að baka, aðeins kæla. Vel er hægt að útbúa skyrtertuna kvöldið áður en hún er borðuð og geyma hana í ísskáp. Svo er fín tilbreyting að nota engiferkex í botninn á skyr- og ostatertum.

SKYRTERTURPÁSKATERTUR — JARÐARBER

.

Jarðarberjaskyrterta

1 pk engiferkexkökur

70 g smjör

2 msk olía

1/3 tsk salt

Fylling

1 stór dós jarðarberjaskyr

3 dl rjómi

2 b fersk jarðarber, söxuð gróft

Botn: Bræðið saman smjör og olíu. Myljið engiferkexið í matvinnsluvél. Blandið smjöri og olíu saman við ásamt salti. Setjið hringinn af litlu kringlóttu formi á tertudisk. þjappið mulda kexinu þar ofan í. Kælið.

Fylling: Stífþeytið rjómann, bætið skyrinu saman við ásamt söxuðu jarðarberjunum.

Setjið á 2-3 msk sítrónusmjöri (lemon curd) ofan á og dreifið úr með gaffli. Kælið í dágóða stund

Páskatertur síðustu ára:

2018 Appelsínutera með smjörkremi

2017 Pistasíu- og granateplaterta

2016 Apríkósuterta

2015 Súkkulaðiterta með viðhöfn

2014 Páskaterta

2013 Daimterta á páskum

2012 Brownies á páskum

.

 — PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— JARÐARBERJASKYRTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.