Auglýsing
Jarðarberjaskyrterta páskaterta skyr rjómi
Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta. Til fjölda ára hefur skapast sú hefð hér á bæ að baka páskatertu, nýja tertu á hverjum páskum. Að þessu sinni er tertan skyrterta sem ekki þarf að baka, aðeins kæla. Vel er hægt að útbúa skyrtertuna kvöldið áður en hún er borðuð og geyma hana í ísskáp. Svo er fín tilbreyting að nota engiferkex í botninn á skyr- og ostatertum.

SKYRTERTURPÁSKATERTUR — JARÐARBER

Jarðarberjaskyrterta

1 pk engiferkexkökur

70 g smjör

2 msk olía

1/3 tsk salt

Fylling

1 stór dós jarðarberjaskyr

3 dl rjómi

2 b fersk jarðarber, söxuð gróft

Botn: Bræðið saman smjör og olíu. Myljið engiferkexið í matvinnsluvél. Blandið smjöri og olíu saman við ásamt salti. Setjið hringinn af litlu kringlóttu formi á tertudisk. þjappið mulda kexinu þar ofan í. Kælið.

Fylling: Stífþeytið rjómann, bætið skyrinu saman við ásamt söxuðu jarðarberjunum.

Setjið á 2-3 msk sítrónusmjöri (lemon curd) ofan á og dreifið úr með gaffli. Kælið í dágóða stund

Páskatertur síðustu ára:

2018 Appelsínutera með smjörkremi

2017 Pistasíu- og granateplaterta

2016 Apríkósuterta

2015 Súkkulaðiterta með viðhöfn

2014 Páskaterta

2013 Daimterta á páskum

2012 Brownies á páskum

.

 — PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— JARÐARBERJASKYRTERTA —

.

Auglýsing