Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta páskaterta skyr rjómi
Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta

Til fjölda ára hefur skapast sú hefð hér á bæ að baka páskatertu, nýja tertu á hverjum páskum. Að þessu sinni er tertan skyrterta sem ekki þarf að baka, aðeins kæla. Vel er hægt að útbúa skyrtertuna kvöldið áður en hún er borðuð og geyma hana í ísskáp. Svo er fín tilbreyting að nota engiferkex í botninn á skyr- og ostatertum.

SKYRTERTURPÁSKATERTUR — JARÐARBER

.

Jarðarberjaskyrterta

1 pk engiferkexkökur

70 g smjör

2 msk olía

1/3 tsk salt

Fylling

1 stór dós jarðarberjaskyr

3 dl rjómi

2 b fersk jarðarber, söxuð gróft

Botn: Bræðið saman smjör og olíu. Myljið engiferkexið í matvinnsluvél. Blandið smjöri og olíu saman við ásamt salti. Setjið hringinn af litlu kringlóttu formi á tertudisk. þjappið mulda kexinu þar ofan í. Kælið.

Fylling: Stífþeytið rjómann, bætið skyrinu saman við ásamt söxuðu jarðarberjunum.

Setjið á 2-3 msk sítrónusmjöri (lemon curd) ofan á og dreifið úr með gaffli. Kælið í dágóða stund

Páskatertur síðustu ára:

2018 Appelsínutera með smjörkremi

2017 Pistasíu- og granateplaterta

2016 Apríkósuterta

2015 Súkkulaðiterta með viðhöfn

2014 Páskaterta

2013 Daimterta á páskum

2012 Brownies á páskum

.

 — PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— JARÐARBERJASKYRTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Lax undir krydduðu grænmeti

Lax

Lax undir krydduðu grænmeti. Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt. Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.