Ólíkir siðir eftir löndum

Í hinu ágæta veftímariti lifðunúna.is er fjallað um ólíka siði eftir löndum og algeng mistök sem ferðamenn gera. Hér eru nokkur dæmi:

Ítalía: Það er ókurteisi að biðja um tómatsósu með pastanu á veitingastað. Cappocino er drukkið á morgnana en ekki eftir hádegisverð. Þá biður fólk um espresso. Ekki tylla þér á minnisvarða eða á fótstallinn undir styttunum eða fara í fótabað í gosbrunnum. Það þykir ítölum argasti dónaskapur og sá sem baðar sig í gosbrunni gæti þurft að greiða háa sekt.

Bandaríkin: Ekki segja „fuck“ eða „shit“ í öðru hverju orði. Það þykir bandaríkjamönnum dónalegt. Ekki pissa á almannafæri, gildir jafnt um börn og fullorðna. Ekki vera nakin á ströndinni það þykir ekki við hæfi. Gildir jafnt um börn og fullorðna.

Búlgaría: Aldrei að afþakka mat eða drykk sem þér er boðið, það þykir innfæddum mjög dónalegt. Búlgarar meina já þegar þeir hrista höfuðið en nei þegar þeir kinka kolli. Ef fólk tapar virðingu innfæddra er mjög erfitt að öðlast hana aftur. Fólk ætti því að temja sér að vera ávallt kurteist í samskiptum sínum við heimamenn.

Tyrkland: Að snýta sér eða stanga úr tönnunum á almannafæri þykir mikil ókurteisi. Ef fólk þarf að gera slíkt á það að fara á afvikinn stað. Að hrista höfuðið þýðir ekki alltaf nei. Ef þú meinar nei líttu upp og kinkaðu kolli um leið og þú setur í brýrnar og smellir í góm. Ef þú meinar já líttu þá niður og kinkaðu kollinum. Prúttaðu alltaf um verð, það þykir kurteisi. Láttu það hins vegar vera að prútta ef það er ekki ætlunin að kaupa vöruna.

Dubai: Konur eiga að ganga í langerma flíkum og í buxum eða pilsum sem ná niður á kálfa. Konur mega aldrei sýna sig topplausar á almannafæri. Ekki neyta áfengis og fara síðan út að keyra, fólk hefur enga þolimæði fyrir áfengisneyslu í þessu landi. Ástaratlot eru vægast sagt illa séð á almannafæri.

Spánn: Ekki snerta ávextina og grænmetið hjá grænmetissalanum. Það er dónaskapur. Bentu á þá ávexti eða það grænmeti sem þú ætlar að kaupa og láttu sölumanninn um að setja það í poka fyrir þig. Stattu alltaf upp fyrir þér eldra fólki i strætisvögnum og lestum, annað er ókurteisi. Ef þú keyrir bíl á Spáni áttu að flauta og öskra á þá sem verða uppvísir af mistökum í umferðinni. Það þykir hið besta mál að láta óánægju sína í ljós.

Japan: Ekki bíta í sundur núðlurnar í núðlusúpunni, það á að sjúga þær upp í sig með tilheyrandi hljóðum. Aldrei að láta prjónana standa í hrísgrjónaskálinni, það boðar dauðsfall. Ekki beita kaldhæðni á Japani, þeir skilja hana sjaldnast.

Tæland: Aldrei að ræða um konungsfjölskylduna á gagnrýninn hátt. Ekki tala of hátt þá heldur fólk að þú hafir ekki stjórn á þér. Fólk verður vandræðalegt í kringum hávaðaseggi. Aldrei að klæðast fatnaði með myndum af fíkniefnum, eins og til að mynda hasslaufi, það er víst ekki við hæfi.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.