Heimskringlan. Í yfirbyggðri sundlaug í gamla Héraðsskólanum á höfðingasetrinu Reykholti í Borgarfirði hafa hjónin Ingibjörg Kristleifsdóttir og Halldór Bjarnason opnað kaffihús sem vert er að stoppa á og fá sér hressingu. Auk kaffis og öndvegis meðlætis fylgir í kaupbæti andlegt fóður því á veggjum er fróðleg sögusýning frá Snorrastofu.
Þau hjón leggja sig fram um að nota sem mest úr Borgarfirðinum, til dæmis ís, lax, geitaostur, jurtate og grænmeti.