Rabarbarasulta

Rabarbarasulta RABARBARI rabbabari sulta sultutau
Rabarbarasulta

Rabarbarasulta

Í gamla daga var oftast haft kíló af sykri á móti kílói af rabarbara. Sennilega hefur hugsunin verið með því að láta sultuna geymast sem lengst. Núna getum við fryst rabarbarann og soðið sultu oftar yfir árið. Vatnið í uppskriftinni er fyrst og fremst svo rabarbarinn brenni ekki við í upphafi. Alls ekki gleyma saltinu, þó það hljómi framandi í fyrstu – saltið bragðbætir sultuna verulega.

.

RABARBARISULTAÍSLENSKT

Rabarbarasulta

2 kg rabarbari

1 kg sykur

1 tsk salt

2-3 msk vatn

Skolið rabarbarann og skerið niður í litla bita og setjið í pott ásamt sykri, salti og vatni. Sjóðið, án loks, þangað til sultan er orðin passlega þykk og ekki of dökk. Setjið strax í hreinar glerkrukkur og lokið þeim strax. Geymið á köldum stað.

Þegar sultan er tilbúin er um að gera að útbúa Hjónabandssælu eða baka pönnukökur og bjóða svo í kaffi.

RABARBARISULTAÍSLENSKT

RABARBARASULTA

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Harry prins og Meghan – konunglegt giftingarboð

Harry prins og Meghan - konunglegt giftingarboð. Með ánægju tilkynnist það hér og nú að ég hef ákveðið að koma út úr Royalistaskápnum. Það einstaklega gaman að fylgjast með giftingu þeirra Harrýs og Meghan með góðu fólki sem allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á konungsfjölskyldum. Hópurinn fylgdist af mjög miklum áhuga með giftingunni í Englandi í dag.

SaveSave

SaveSave

SaveSave