Þrjú kaffiboð og 60 hjólaðir kílómetrar

Guðný, Ragnhildur, Diddú, Edda, Vala og Bergþór gunnar bjarnason Sólrún Björnsdóttir heiði Nutellasnúðakaka
Guðný, Ragnhildur, Diddú, Edda, Vala og Bergþór

Enn sá dásemdar sólardagur! Þrjú kaffiboð og rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir.

Gunnar, Albert og Nutellasnúðakakan

Gunnar Bjarnason var að státa sig af því að hafa betrumbætt snúðakökuna frægu með því að bæta við Nutella. Gott og vel, ég bauð mér þangað og mikið óskaplega var hún góð.

Sólrún bauð í kaffi á pallinum og var með fjölbreytt góðgæti eins og brauð með kæfu, grafinn silung og hrátertu sem ég borðaði af svo mikilli áfergju að ég áttaði mig hvorki á að taka af henni nærmynd né fá uppskrift til að birta (ég verð bara að fara aftur).
sítrónuís og skreyttur með berjum

Þriðja og síðasta kaffiboðið var svo lautarferð og kaffisamsæti í Mosfellsdalnum með nokkrum eðalkonum. Meðal góðra veitinga var rúlluterta með sítrónuís og skreytt með berjum.

Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag

Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag

Bergþór og Albert
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.