Enn sá dásemdar sólardagur! Þrjú kaffiboð og rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir.
Gunnar Bjarnason var að státa sig af því að hafa betrumbætt snúðakökuna frægu með því að bæta við Nutella. Gott og vel, ég bauð mér þangað og mikið óskaplega var hún góð.
Þriðja og síðasta kaffiboðið var svo lautarferð og kaffisamsæti í Mosfellsdalnum með nokkrum eðalkonum. Meðal góðra veitinga var rúlluterta með sítrónuís og skreytt með berjum.
Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag