Þrjú kaffiboð og 60 hjólaðir kílómetrar

Guðný, Ragnhildur, Diddú, Edda, Vala og Bergþór gunnar bjarnason Sólrún Björnsdóttir heiði Nutellasnúðakaka
Guðný, Ragnhildur, Diddú, Edda, Vala og Bergþór

Enn sá dásemdar sólardagur! Þrjú kaffiboð og rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir.

Gunnar, Albert og Nutellasnúðakakan

Gunnar Bjarnason var að státa sig af því að hafa betrumbætt snúðakökuna frægu með því að bæta við Nutella. Gott og vel, ég bauð mér þangað og mikið óskaplega var hún góð.

Sólrún bauð í kaffi á pallinum og var með fjölbreytt góðgæti eins og brauð með kæfu, grafinn silung og hrátertu sem ég borðaði af svo mikilli áfergju að ég áttaði mig hvorki á að taka af henni nærmynd né fá uppskrift til að birta (ég verð bara að fara aftur).
sítrónuís og skreyttur með berjum

Þriðja og síðasta kaffiboðið var svo lautarferð og kaffisamsæti í Mosfellsdalnum með nokkrum eðalkonum. Meðal góðra veitinga var rúlluterta með sítrónuís og skreytt með berjum.

Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag

Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag

Bergþór og Albert
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk

SaveSave

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband

Handaband. Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.

Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.