Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus) glútenlaus grænmeti egg ostur lax kjartan örn ketó keto
Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

Kjartan Örn kom hér við og eldaði fyrir okkur kvöldmat. Kjartan þessi hefur áður komið við á blogginu, hann á grillaði lambalæri um árið sem sló rækilega í gegn.

KJARTAN ÖRN

.

Kjartan Örn Steindórsson Hörfræ sýrður rjómi

Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

500 g hreint skyr

6 egg

2 msk hörfræ

250-300 g rifinn ostur

salt og pipar

Setjið allt í skál og blandið saman með sleif. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, helllið úr skálinni í og bakið við 180°c í ca 25 mín.

Fylling:

1 ds sýrður rjómi (200 g)

1 tsk rósmarín

1 tsk timían

smá pipar

100 g reykur lax, saxaður.

Ferskt grænmeti saxað smátt. T.d. gúrku, papriku, grænt salat, rauðlaukur.

Takið botninn úr ofninum og látið hann rjúka í 10-15 mín. Smyrjið sýrða rjómanum yfir og stráið grænmetinu jafnt yfir. Rúllið upp og skerið í sneiðar.

Botninn má einnig nota sem pitsubotn. Að loknum bakstri er sett á hann pitsusósa, grænmeti, ostur og fleira eftir smekk. Bakið í 15 mín við 180° C

Lystug vefja með fyllingu rifinn ostur egg skyr paprika reyktur lax
Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pestó – grunnuppskriftin

Pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum - ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er "réttust". Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.