Auglýsing
Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus) glútenlaus grænmeti egg ostur lax kjartan örn ketó keto
Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

Kjartan Örn kom hér við og eldaði fyrir okkur kvöldmat. Kjartan þessi hefur áður komið við á blogginu, hann á grillaði lambalæri um árið sem sló rækilega í gegn.

KJARTAN ÖRN

.

Kjartan Örn Steindórsson Hörfræ sýrður rjómi

Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)

500 g hreint skyr

6 egg

2 msk hörfræ

250-300 g rifinn ostur

salt og pipar

Setjið allt í skál og blandið saman með sleif. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, helllið úr skálinni í og bakið við 180°c í ca 25 mín.

Fylling:

1 ds sýrður rjómi (200 g)

1 tsk rósmarín

1 tsk timían

smá pipar

100 g reykur lax, saxaður.

Ferskt grænmeti saxað smátt. T.d. gúrku, papriku, grænt salat, rauðlaukur.

Takið botninn úr ofninum og látið hann rjúka í 10-15 mín. Smyrjið sýrða rjómanum yfir og stráið grænmetinu jafnt yfir. Rúllið upp og skerið í sneiðar.

Botninn má einnig nota sem pitsubotn. Að loknum bakstri er sett á hann pitsusósa, grænmeti, ostur og fleira eftir smekk. Bakið í 15 mín við 180° C

Lystug vefja með fyllingu rifinn ostur egg skyr paprika reyktur lax
Lystug vefja með fyllingu (glúten- og kolvetnalaus)
Auglýsing