Valhnetur, bláber, avókadó, kasjúhnetur, sætar kartöflur og spínat
Valhnetur, bláber, avókadó, kasjúhnetur, sætar kartöflur og spínat. Þessi matur á það sameiginlegt að vera bráðhollur. Tvennt er gott að hafa alltaf í huga: Við erum það sem við borðum og að stórum hluta erum við ábyrg fyrir eigin heilsu.
Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.
Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.
Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.
Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu
Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.
Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.