Ferðaklúbburinn Tveir hommar og einn venjulegur

Albert og Bergþór tveir hommar og einn venjulegur ármann andri nestisferð út í bláinn fjöruferð sumarfrí
Albert og Bergþór

Svaraði nokkrum spurningum fyrir Ferðavef Morgunblaðsins

Það má segja að fjöl­breyti­leik­inn sé alls­ráðandi hjá þeim Al­bert Ei­ríks­syni og Bergþóri Páls­syni, mikið um að vera og verk­efn­in ólík.

Blaðamaður sló á þráðinn til Al­berts og bað hann að segja frá sumr­inu og því sem er framund­an.
„Fyrr í sum­ar dvöld­um við í Póllandi, nut­um þess að slaka á í Var­sjá og borða þar góðan mat. Ferðin var fyrst og fremst af­slöpp­un­ar­frí” seg­ir Al­bert og bætti við að hluti af frí­inu hafi líka farið í að skipu­leggja sum­arið og haustið. „Núna vor­um við ásamt Braga, syni Bergþórs og hans fjöl­skyldu, að koma heim eft­ir nokkra sól­ríka daga á Spáni. Það gam­an að upp­lifa sól­ar­landa­ferð með tveim­ur orku­mikl­um börn­um sem veita eng­an af­slátt og vilja hafa afa sína með í öllu, all­an dag­inn.“
Al­bert og Bergþór eru af mörg­um vel kunn­ir fyr­ir veisl­ur sín­ar enda hafa þeir mikla unun af mat­ar- og kaffi­boðum. „Upp­hafið var að til okk­ar hringdi kona úr banka fyr­ir nokkr­um árum og óskaði eft­ir að koma með deild­ina sína í mat til okk­ar. Við urðum eitt spurn­ing­ar­merki yfir þess­ari ósk en slóg­um til. Síðan tök­um við af og til á móti hóp­um og höld­um veisl­ur. Núna eru að koma til okk­ar kon­ur í síðdeg­iskaffi­boð í anda hinna bresku High Tea. Þá eru dregn­ir fram þriggja hæða kökudisk­ar og þeir hlaðnir að góðgæti milli þess sem er skálað, sungið sam­an og farið í leiki,“  seg­ir mat­ar- og kurt­eis­is­blogg­ar­inn Al­bert sem held­ur úti einni vin­sæl­ustu mat­ar­bloggsíðu lands­ins. Auk þess fá þeir til sín gæsa­hópa og þá er farið yfir nokk­ur góð ráð sem nýt­ast brúðhjón­un­um þegar kem­ur að stóra deg­in­um.

Bergþór, Páll og Al­bert með Vil­borgu syst­ur Al­berts sem, ásamt öðrum kven­fé­lags­kon­um, skar niður 75 metra langa þjóðhátíðardag­stertu.

Árlega á þjóðhátíðardag­inn klæða þeir hjón­in sig upp í þjóðbún­ing­ana sem Bergþór saumaði og spíg­spora um miðbæ­inn. Er­lend­ir ferðamenn eru him­in­lif­andi að sjá „lif­andi fólk“ í ís­lensk­um bún­ing­um. „Háls­klút­inn, sem er hluti af karlbún­ingn­um, á að hnýta á ákveðinn hátt og ein­hvern veg­inn náum við þessu aldrei al­veg. Það ger­ist ár­lega að elsku­leg­ar kon­ur í þjóðbún­ing­um koma og bjóðast til að hnýta klút­inn svo hann verði fal­legri. Okk­ur til mik­ill­ar skemmt­un­ar köll­um við þær þjóðbún­inga­lögg­ur,“ seg­ir Al­bert hlæj­andi og bæt­ir við að tengdafaðir hans, Páll Bergþórs­son, hafi sleg­ist í för og fagnað því að þann 17. júní voru liðin 75 ár frá því hann út­skrifaðist úr MR. Útskrift­in var um morg­un­inn, að henni lok­inni var skundað á Þing­völl og lýðveld­inu fagnað.

Hvernig skipu­leggið þið sum­ar­frí­in?
„Í gegn­um tíðina hef­ur eng­in regla verið á þessu hjá okk­ur. Í fjöl­mörg ár rak ég kaffi­hús og safn um franska sjó­menn á Fá­skrúðsfirði. Sum­ar­frí­in fóru í að taka á móti ferðamönn­um og baka rabarbarapæ og fleira með kaff­inu. Í fyrra var ég að vinna á sum­ar­hót­eli í Breiðdal í góða veðrinu sem var þar. Í sum­ar ætl­um við að láta kylfu ráða kasti og fara í styttri ferðir inn­an­lands. Njóta lífs­ins með góðu fólki og bjóða okk­ur í kaffi hingað og þangað og birta upp­skrift­irn­ar á mat­ar­blogg­inu. Svo verða ef­laust nokkr­ir veit­ingastaðir víðsveg­ar um land heim­sótt­ir og skrifað um þá á bloggið. Svo erum við dug­leg­ir að hjóla og hreyfa okk­ur. Eig­um til að vakna fyr­ir all­ar ald­ir og ganga á Esj­una eða hjóla stór­an hring um höfuðborg­ina. Eitt af því sem við ætl­um að gera í sum­ar er að fara um há­lendið, slétt­um tutt­ugu árum frá því við fór­um síðast. Þá var með okk­ur syst­ur­son­ur minn á viðkvæm­um ung­lings­aldri. Um miðnætti vor­um við við Öskju og keyrðum eft­ir það norður. Það gleymd­ist al­veg að skipu­leggja gist­ingu svo Bergþór hóf að hringja og at­huga hvort ekki væri laust. Í gríni sagði ég við hann að panta fyr­ir þrjá homma. Þá heyrðist frá ung­lingn­um í aft­ur­sæt­inu með hneyksl­un­ar­tón: NEI!! Tvo homma og einn venju­leg­an! Síðan hef­ur þessi „ferðahóp­ur“ verði kallaður Tveir homm­ar og einn venju­leg­ur.“

Ein­hverj­ar hug­mynd­ir til að deila?
„Skipu­leggja sum­arið vel og með góðum fyr­ir­vara. Leyfa öll­um fjöl­skyldumeðlim­um að koma með hug­mynd­ir og vinna svo úr þeim. Það þarf ekki allt að kosta mikið. Oft er sam­ver­an það skemmti­leg­asta, fara í ís­bíltúr, fjöru­ferð, „út í blá­inn“ eða nest­is­ferð. Sum­arið er stutt og í raun er lífið mjög stutt. Njót­um sum­ars­ins og njót­um lífs­ins á meðan hægt er og eins vel og hægt er. Hugs­um stórt og lát­um draum­ana ræt­ast.”

Albert í Afternoon tei á Bristol hótelinu í Varsjá

.

— TVEIR HOMMAR OG EINN VENJULEGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.